Bestu næringarefnin fyrir konur, áhættuþættir og mismunandi aldurskeið

Góð heilsa byggir á næringu, vatnsdrykkju, reglulegri hreyfing, nægjanlegri hvíldi og andlegu og tilfinningalegu jafnvægi. Þörf fólks fyrir næringarefni er einstaklingsbundin, misjöfn eftir kyni, aldri, starfi, búsetu ofl. Góður grunnur ákveðinna þekktra vítamína og steinefna er þó nauðsynlegur hverri manneskju til að líkami hennar geti starfað eðlilega og eru þar nefnd til sögunnar 13 vítamín og 16 steinefni. Auk þeirra eru ýmis önnur næringarefni s.s. jurtir, fitusýrur (omega), amínósýrur, sykrur […]

Icelandic lamb – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Pure Natura er í samstarfi við Icelandic lamb auk þess að hafa hlotið styrk til markaðssetningar frá markaðsráði sauðfjárafurða. Aðalinnihald varanna okkar eru hliðarafurðir sem falla til við dilkaslátrun til manneldis. Í dag notum við hjá Pure Natura hjörtu og lifur en í náinni framtíð munum við nýta enn fleiri hráefni þar sem unnið er að vöruþróun í fyrirtækinu. Hráefnið sem við höfum aðgang að er algerlega einstakt á heimsvísu, […]

Tækniþróunarsjóður styrkir þróunarverkefni Pure Natura

Pure Natura hefur í dag skrifað undir 20 milljóna króna samning um áframhaldandi þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. Styrkurinn, sem veittur er af Tækniþróunarsjóði, nær til tveggja ára og er markmiðið með honum að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta megi í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur í takt við þær vörur sem fyrirtækið framleiðir í dag. MATÍS er samstarfsaðili Pure Natura í […]

Góðgæti fyrir geðið

Við erum alltaf að tönglast á því að sú næring sem við neytum hafi áhrif á líkamlega heilsu og atgervi og langflestir eru orðnir meðvitaðir um það. Hvernig er með skap og andlega líðan … skiptir máli hvað við borðum m.t.t. þess? Já, fæðuval hefur áhrif á daglega líðan og það eru ákveðnar fæðutegundir þekktar af því að hafa áhrif þar á, sumar á jákvæðan hátt en aðrar til hins […]

Ofurfæða

Almennt má segja að innmatur innihaldi 10-100 sinnum meira magn næringarefna en vöðvar sama dýrs og sést það vel í þessum samanburði. Lambalifur hefur hæðstu næringarefnagildi mun oftar en hinar matvörurnar. Hins vegar innihalda ávextir, grænmeti og jurtir plöntunæringarefni svo sem flavóníð og fjölfenól, sem ekki finnast í jafn miklum mæli í kjöti eða innmat. Meðfylgjandi tafla inniheldur upplýsingar um næringarefnainnihald í spergilkáli, eplum, höfrum og lambalifur. Allar þessar tegundir […]

Glyfosat með salatinu eða sýklalyf með kjötinu?

1200% aukning í þvagi Ýmis eiturefni – bæði illgresis- og skordýraeitur eru mikið notuð í nútíma landbúnaði. Meirihluti núlifandi Bandaríkjamanna hefur nú mælanlegt magn Glyfosats í þvagi sínu og efnið finnst í margfalt hærra magni í brjóstamjólk en leyfilegt er í drykkjarvatni, auk þess að finnast í mörgum algengum og vinsælum matvælum s.s. korni, eggjum og mjólkurvörum. Glyfosat er virka efnið í algengasta og mest notaða illgresiseyði allra tíma – […]

Lykilþættir heilbrigðis

Fólk sem tekur bætiefni gerir það til þess að fá viðbót við þau vítamín og/eða steinefni sem það fær úr venjulegum mat. En hversu vel nýtir líkaminn þessa viðbót? Viðfangsefni þessa blogs er einmitt að skoða nýtingu næringarefnanna úr bætiefnum. Upplýsingarnar eru teknar beint úr metsölubókinni Prescription for Nutritional Healing, sem skrifuð er af lækni og næringarfræðingi og hefur verið endurútgefin margoft, frá því hún fyrst kom út árið 1990. […]

Aftur til fortíðar – Að borða eins og frummaður

Fæða forfeðranna (ancestral diet) er hugtak sem notað er yfir margar tegundir mataræðis, sem segjast fylgja því mataræði sem forfeður nútímamannsins þ.e. veiðimenn og safnarar höfðu. Markmið þessarar tegundar mataræðis er góð heilsa og hugmyndafræðin sem að baki liggur sú, að best heilsa náist með mataræði sem líkaminn sé aðlagaður að gegnum þróunarsöguna. Fæða forfeðranna gengur undir ýmsum mismunandi nöfnum og er t.d. kölluð ,,Hefðbundið mataræði, Steinaldar-mataræði (paleo), Stríðsmanna-mataræði og […]

Afhverju innmatur

Að neyta innmatar og kirtla Neysla á innkirtlum og líffærum í heilsubætandi tilgangi er ekki ný af nálinni, því í gegnum söguna hafa þau ásamt ýmsum öðrum hlutum sláturdýra verið nýtt í slíkum tilgangi. Oft hefur líkamshlutum dýra og fiska ekki verið neytt sem e.k. meðferð við veikindum, heldur var það áður almenn vitneskja að neysla þeirra hafði góð áhrif á heilsu og vellíðan neytandans og var þeirra einnig sérstaklega […]

Sagan okkar

Í gegnum tíðina hafa konur gefið og gætt lífs með þeirri ábyrgð og virðingu sem því fylgir. Það var að mestu þeirra starf að vinna heilnæma næringu úr því hráefni sem til boða stóð á hverjum tíma og halda fjölskyldumeðlimum á lífi og við heilsu gegnum næringu, með grösum og umhyggju. Í feðraveldi síðustu nokkurra þúsund ára, þar sem karllæg gildi hafa ráðið ríkjum, hefur ýmsum verðmætum kvenlægum gildum verið […]