Glyfosat með salatinu eða sýklalyf með kjötinu?

1200% aukning í þvagi Ýmis eiturefni – bæði illgresis- og skordýraeitur eru mikið notuð í nútíma landbúnaði. Meirihluti núlifandi Bandaríkjamanna hefur nú mælanlegt magn Glyfosats í þvagi sínu og efnið finnst í margfalt hærra magni í brjóstamjólk en leyfilegt er í drykkjarvatni, auk þess að finnast í mörgum algengum og vinsælum matvælum s.s. korni, eggjum og mjólkurvörum. Glyfosat er virka efnið í algengasta og mest notaða illgresiseyði allra tíma – […]

Lykilþættir heilbrigðis

Fólk sem tekur bætiefni gerir það til þess að fá viðbót við þau vítamín og/eða steinefni sem það fær úr venjulegum mat. En hversu vel nýtir líkaminn þessa viðbót? Viðfangsefni þessa blogs er einmitt að skoða nýtingu næringarefnanna úr bætiefnum. Upplýsingarnar eru teknar beint úr metsölubókinni Prescription for Nutritional Healing, sem skrifuð er af lækni og næringarfræðingi og hefur verið endurútgefin margoft, frá því hún fyrst kom út árið 1990. […]

Aftur til fortíðar – Að borða eins og frummaður

Fæða forfeðranna (ancestral diet) er hugtak sem notað er yfir margar tegundir mataræðis, sem segjast fylgja því mataræði sem forfeður nútímamannsins þ.e. veiðimenn og safnarar höfðu. Markmið þessarar tegundar mataræðis er góð heilsa og hugmyndafræðin sem að baki liggur sú, að best heilsa náist með mataræði sem líkaminn sé aðlagaður að gegnum þróunarsöguna. Fæða forfeðranna gengur undir ýmsum mismunandi nöfnum og er t.d. kölluð ,,Hefðbundið mataræði, Steinaldar-mataræði (paleo), Stríðsmanna-mataræði og […]

Afhverju innmatur

Að neyta innmatar og kirtla Neysla á innkirtlum og líffærum í heilsubætandi tilgangi er ekki ný af nálinni, því í gegnum söguna hafa þau ásamt ýmsum öðrum hlutum sláturdýra verið nýtt í slíkum tilgangi. Oft hefur líkamshlutum dýra og fiska ekki verið neytt sem e.k. meðferð við veikindum, heldur var það áður almenn vitneskja að neysla þeirra hafði góð áhrif á heilsu og vellíðan neytandans og var þeirra einnig sérstaklega […]

Sagan okkar

Í gegnum tíðina hafa konur gefið og gætt lífs með þeirri ábyrgð og virðingu sem því fylgir. Það var að mestu þeirra starf að vinna heilnæma næringu úr því hráefni sem til boða stóð á hverjum tíma og halda fjölskyldumeðlimum á lífi og við heilsu gegnum næringu, með grösum og umhyggju. Í feðraveldi síðustu nokkurra þúsund ára, þar sem karllæg gildi hafa ráðið ríkjum, hefur ýmsum verðmætum kvenlægum gildum verið […]

Undraefni fyrir fallega húð og vellíðan

Áður en framleiðsla á bætiefnunum okkar hófst, var ljóst að við værum með í höndunum frábært hráefni, þar sem íslenski lambainnmaturinn er einstakur hvað varðar næringargildi og hreinleika. Við vissum líka að jurtirnar í blöndurnar væru öflugar, en það sem síðan hefur komið í ljós er, að lokaafurðin, þ.e. blöndurnar okkar, eru að skila ennþá betri árangri en við áttum von á. Fólk talar um almenna vellíðan, aukna orku og […]

Kerfill- Nammið hennar ömmu

Þessa dagana höfum við verið að tína kerfil fyrir nýja bætiefnið okkar; Pure Harmony, sem kemur á markað 2018. Í þessa blöndu notum við bæði skógar- og spánarkerfil. Kerfill er merkileg planta sem hægt er að hafa heilmikil not af, sem krydd-og tejurt sem og til heilsubótar. Skv. þjóðtrúnni bætir inntaka hans og kætir geð fólks, skerpir vitsmuni og hefur yngjandi áhrif á eldra fólk . Alla plöntuna má nýta, […]

Spennandi tímar

Undanfarnar vikur höfum við hjá Pure Natura unnið hörðum höndum í kappi við tímann við að safna jurtum fyrir framleiðslu næsta árs. Það hefur því gefist lítill tími til bloggskrifa en hér kemur stutt uppfærsla á því hvað er í gangi hjá okkur. Nýjar vörur Þar sem sl. vetur var óvenju mildur fór allur gróður snemma af stað og segja má að vöxtur hans hafi verið bæði hraður og mikill […]

Skjaldkirtilinn og næringarefnin

Sumir virðast hafa endalaust úthald og orku til allra hluta á meðan aðrir eru orkulausir, sama hve oft og lengi þeir hvíla sig. Heilnæm fæða stuðlar að vellíðan og gefur orku, á meðan léleg næring orsakar vanlíðan og orkuleysi. Lifur er einstök hvað varðar magn og fjölbreytileika næringarefna og inniheldur á bilinu 10-100 sinnum meira af þeim en vöðvar sama dýrs. Hana mætti því með sanni kalla ofurfæðu. Nokkur næringarefni […]

Ljómandi matur-lífljóseindir

Geislandi orka Lifandi hrár matur inniheldur lífljóseindir (biophoton), sem líkamar okkar þarfnast ekkert síður en þekktra næringarefna s.s.vítamína og steinefna. Lífljóseindir eru ljósbylgjur af afar lágri tíðni, sem allar lifandi frumur gefa frá sér en sjást ekki með berum augum. Þær er hægt að mæla með þar til gerðum tækjum. Plöntur nota orku sólarljóssins til að búa til fæðu sem líkaminn getur nýtt og vísindmenn hafa tilltölulega nýlega gert sér […]