Pure Natura – fæðubótarefni úr íslensku hráefni og handtíndum íslenskum jurtum

Pure Natura framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni sem unnin eru úr næringarríku og hreinu íslensku hráefni.

Með því að nýta innmat og kirtla úr íslenskum fjallalömbum í bland við villtar íslenskar jurtir blandar fyrirtækið saman á skemmtilegan hátt hómópatíu, grasalækningum og næringarfræði.

Útkoman eru spennandi vörur sem vakið hafa athygli víða um heim og bætt hafa heilsu fjölmargra neytenda

Fróðleikur

Pure Nutrition – Alvöru næringarsprengja

Samþjappað magn margra nauðsynlegra næringarefna; vítamína, stein- og snefilefna, ensíma og annarra samvirkandi efna sem hjálpa líkamanum við upptöku og nýtingu. Í tveim belgjum af Pure Nutrition er jafn mikið A-vítamín og í 350-400 gr. af brokkolíi, B1 vítamín í sama magni og fæst úr 300 gr. af soðnum linsubaunum, B2 vítamín á við það sem er í 500 gr.af möndlum, Níasín í magni sem fæst úr 700 gr. af […]

Bestu næringarefnin fyrir konur, áhættuþættir og mismunandi aldurskeið

Góð heilsa byggir á næringu, vatnsdrykkju, reglulegri hreyfing, nægjanlegri hvíldi og andlegu og tilfinningalegu jafnvægi. Þörf fólks fyrir næringarefni er einstaklingsbundin, misjöfn eftir kyni, aldri, starfi, búsetu ofl. Góður grunnur ákveðinna þekktra vítamína og steinefna er þó nauðsynlegur hverri manneskju til að líkami hennar geti starfað eðlilega og eru þar nefnd til sögunnar 13 vítamín og 16 steinefni. Auk þeirra eru ýmis önnur næringarefni s.s. jurtir, fitusýrur (omega), amínósýrur, sykrur […]

Icelandic lamb – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Pure Natura er í samstarfi við Icelandic lamb auk þess að hafa hlotið styrk til markaðssetningar frá markaðsráði sauðfjárafurða. Aðalinnihald varanna okkar eru hliðarafurðir sem falla til við dilkaslátrun til manneldis. Í dag notum við hjá Pure Natura hjörtu og lifur en í náinni framtíð munum við nýta enn fleiri hráefni þar sem unnið er að vöruþróun í fyrirtækinu. Hráefnið sem við höfum aðgang að er algerlega einstakt á heimsvísu, […]

Skoða allar greinar

Let food be thy medicine - and medicine be thy food

-Hippocrates, father of modern day medicine