Pure Natura – fæðubótarefni úr íslensku hráefni og handtíndum íslenskum jurtum

Pure Natura framleiðir hágæða fæðuunnin bætiefni sem unnin eru úr næringarríku og hreinu íslensku hráefni.

Með því að nýta innmat og kirtla úr íslenskum fjallalömbum í bland við villtar íslenskar jurtir blandar fyrirtækið saman á skemmtilegan hátt hómópatíu, grasalækningum og næringarfræði.

Útkoman eru spennandi vörur sem vakið hafa athygli víða um heim og bætt hafa heilsu fjölmargra neytenda

Fróðleikur

Icelandic lamb – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Pure Natura er í samstarfi við Icelandic lamb auk þess að hafa hlotið styrk til markaðssetningar frá markaðsráði sauðfjárafurða. Aðalinnihald varanna okkar eru hliðarafurðir sem falla til við dilkaslátrun til manneldis. Í dag notum við hjá Pure Natura hjörtu og lifur en í náinni framtíð munum við nýta enn fleiri hráefni þar sem unnið er að vöruþróun í fyrirtækinu. Hráefnið sem við höfum aðgang að er algerlega einstakt á heimsvísu, […]

Tækniþróunarsjóður styrkir þróunarverkefni Pure Natura

Pure Natura hefur í dag skrifað undir 20 milljóna króna samning um áframhaldandi þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. Styrkurinn, sem veittur er af Tækniþróunarsjóði, nær til tveggja ára og er markmiðið með honum að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta megi í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur í takt við þær vörur sem fyrirtækið framleiðir í dag. MATÍS er samstarfsaðili Pure Natura í […]

Góðgæti fyrir geðið

Við erum alltaf að tönglast á því að sú næring sem við neytum hafi áhrif á líkamlega heilsu og atgervi og langflestir eru orðnir meðvitaðir um það. Hvernig er með skap og andlega líðan … skiptir máli hvað við borðum m.t.t. þess? Já, fæðuval hefur áhrif á daglega líðan og það eru ákveðnar fæðutegundir þekktar af því að hafa áhrif þar á, sumar á jákvæðan hátt en aðrar til hins […]

Skoða allar greinar

Let food be thy medicine - and medicine be thy food

-Hippocrates, father of modern day medicine