Terms / Skilmálar

Vörur frá Pure Natura eru seldar í gegnum heimasíðu fyrirtækisins og notast er við greiðslumiðlun DalPay Retail. Vörur eru öllu jafnan ekki endurgreiddar, nema komi fram galli á innihaldi, slík tilfelli eru skoðuð hvert fyrir sig. Vinsamlega hafið samband við starfsfólk varðandi skil á gallaðri vöru. Þegar kaup hafa verið gerð á www.purenatura.is þá eru vörur sendar af stað til kaupanda innan tveggja virkra daga, frá því að pöntun er gerð. Allar sendingar eru sendar með Póstinum.
Fullyrðingar á síðunni hafa ekki verið yfirfarnar af landlækni eða heilbrigðiseftirlitinu. Fæðubótarefni á ekki að nota í stað almenns fæðis eða lyfja og ekki má taka inn meira magn en ráðlagt er. Þessar vörur eru ekki hannaðar til að greina, lækna eða koma í veg fyrir sjúkdóma.
Pure Natura geymir skrá yfir viðskiptavini sína, sem það samþykkja, og býður þeim upp á að fá send tilboð, greinar og tengdar upplýsingar í tölvupósti. Pure Natura ehf. hefur engan aðgang að greiðslukortaupplýsingum viðskiptavina sinna, né vistar þær. DalPay Retail er endursöluaðili fyrir Pure Natura ehf. og á kreditkortayfirliti þínu mun standa dalpay.is +354 4122600.