Undraefni fyrir fallega húð og vellíðan

Fallegri og unglegri húð og hár Áður en framleiðsla á bætiefnunum okkar hófst, var ljóst að við værum með í höndunum frábært hráefni, þar sem íslenski lambainnmaturinn er einstakur hvað varðar næringargildi og hreinleika. Við vissum líka að jurtirnar í blöndurnar væru öflugar, en það sem síðan hefur komið í ljós er, að lokaafurðin, þ.e. blöndurnar okkar, eru að skila ennþá betri árangri en við áttum von á. Fólk talar […]

Kerfill- Nammið hennar ömmu

Þessa dagana höfum við verið að tína kerfil fyrir nýja bætiefnið okkar; Pure Harmony, sem kemur á markað 2018. Í þessa blöndu notum við bæði skógar- og spánarkerfil. Kerfill er merkileg planta sem hægt er að hafa heilmikil not af, sem krydd-og tejurt sem og til heilsubótar. Skv. þjóðtrúnni bætir inntaka hans og kætir geð fólks, skerpir vitsmuni og hefur yngjandi áhrif á eldra fólk . Alla plöntuna má nýta, […]

Spennandi tímar

Nýjar vörur Undanfarnar vikur höfum við starfskonur Pure Natura unnið hörðum höndum í kappi við tímann við að safna jurtum fyrir framleiðslu næsta árs. Það hefur því gefist lítill tími til bloggskrifa en hér kemur stutt uppfærsla á því hvað er í gangi hjá okkur. Þar sem sl. vetur var óvenju mildur fór allur gróður snemma af stað og segja má að vöxtur hans hafi verið bæði hraður og mikill […]

Skjaldkirtilinn og næringarefnin

Sumir virðast hafa endalaust úthald og orku til allra hluta á meðan aðrir eru orkulausir, sama hve oft og lengi þeir hvíla sig. Heilnæm fæða stuðlar að vellíðan og gefur orku, á meðan léleg næring orsakar vanlíðan og orkuleysi. Lifur er einstök hvað varðar magn og fjölbreytileika næringarefna og inniheldur á bilinu 10-100 sinnum meira af þeim en vöðvar sama dýrs. Hana mætti því með sanni kalla ofurfæðu. Nokkur næringarefni […]

Ljómandi matur-lífljóseindir

Geislandi orka Lifandi hrár matur inniheldur lífljóseindir (biophoton), sem líkamar okkar þarfnast ekkert síður en þekktra næringarefna s.s.vítamína og steinefna. Lífljóseindir eru ljósbylgjur af afar lágri tíðni, sem allar lifandi frumur gefa frá sér en sjást ekki með berum augum. Þær er hægt að mæla með þar til gerðum tækjum. Plöntur nota orku sólarljóssins til að búa til fæðu sem líkaminn getur nýtt og vísindmenn hafa tilltölulega nýlega gert sér […]

Pure Natura keppir fyrir Íslands hönd

Pure Natura var í dag tilneft sem fulltrúi Íslands í keppnina EMBLA-Nordic food award 2017. Pure Natura mun keppa við þátttakendur frá hinum norðurlöndunum um titilinn matarfrumkvöðull norðurlanda. Við stelpurnar í Pure Natura erum ákaflega stoltar og þakklátar fyrir þessa viðurkenningu sem okkur og vörunum okkar er sýnd og munum að sjálfsögðu gera hvað við getum til að standa undir tilnefningunni.

Hráfæði- lifandi matur

Ensím Mestallur hrár matur inniheldur ensím, sem eru sérhæfðir hvatar, sem hvetja efnahvörf í frumunum. Þessi ensím, sem eru til staðar í lifandi, hráum mat t.d. grænmeti, fara að brotna niður þegar þau eru hituð uppfyrir 40°C og nær öll ensím eru óstarfhæf við hitastig yfir 47°C. Mannslíkaminn framleiðir sjálfur ensím sem nauðsynleg eru til meltingar, svokölluð meltingarensím, en ensím í matnum aðstoða einnig við meltingu. Ef ensímin í matnum […]

Járnskortur – Næringarefnið sem oftast vantar í fæðu eldra fólks, kvenna og barna.

Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) er járnskortur algengasti næringarefnaskortur í heiminum. Járn gegnir ýmsum hlutverkum í líkamanum, en eitt aðalverkefnið og það sem það er þekktast fyrir, er að flytja súrefni til frumanna. Járn er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og fyrir virkni margra efnahvata sem taka þátt í efnaskiptum. Það er nauðsynlegt fyrir vöxt og þroska heila barna og unglinga, það verndar líkamann fyrir áhrifum streitu og er nauðsynlegt fyrir sum boðefni í […]

Túnfífill illgresi eða bætiefni fyrir heilsuna

Taraxicum officinale

Þrátt fyrir þá staðreynd að flestir þekki túnfífilinn sem þreytandi illgresi sem stingur óboðinn upp kollinum í garðinum, þá á þessi jurt sér eftirsóknarvert sæti í jurtalækningum og er sennilega sú jurt sem hvað mest hefur verið notuð af jurtalæknum af öllum jurtum, þar sem hann er útbreiddur og auðvelt að nálgast hann. Túnfífill hefur í þúsundir ára verið notaður til matar og sem jurtalyf til meðhöndlunar á blóðleysi, skyrbjúg, […]

Hvað á ég að taka … þetta … eða kannski frekar hitt ?!

Við fáum ítrekað spurningar um vörurnar okkar og oft eru þær svipaðs eðlis og snúast um hvað henti viðkomandi að taka, hvenær, hve mikið og hvernig. Í stuttu máli má segja að allar Pure Natura vörurnar eru unnar úr mat sem hráefni og þær má borða eins og hvern annan mat, með öðrum mat eða einar sér. Það fer bara eftir því hvað hentar þér best, hvort þú tekur þær […]