Stefna

Stefna Pure Natura er að stuðla að bættri heilsu fólks um allan heim með því að verða leiðandi framleiðandi fæðuunninna vítamína og fæðubótaefna úr hágæða/heimsklassa hráefnum þar með töldum innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum og villtum íslenskum jurtum.

Gildi

Gildin okkar eru hreinleiki, gæði, öryggi og fagmennska.

Til að tryggja öryggi neytenda notum við einungis hágæða íslenskt hráefni í framleiðsluvörur okkar. Við nýtum innmat og kirtla úr íslenskum lömbum sem alin eru við bestu mögulegar aðstæður þ.e. dýrum sem einungis eru alin á fersku grasi og jurtum í afréttum landsins. Hreinleiki íslenskrar sauðfjárframleiðslu gerir það að verkum að okkar vörur eru án skordýraeiturs, hormóna, sýklalyfa né eru þau alin á erfðabreyttu fóðri á líftíma sínum.

Af sömu ástæðu nýtir Pure Natura aðeins sérvaldar handtýndar íslenskar villijurtir í framleiðslu sína. En þannig tryggjum við að jarðvegurinn þar sem jurtirnar vaxa sé hreinn og ómengaður.

Við leggjum okkur fram við að byggja vöruþróun okkar á nýjustu fræðum á sviði næringarfræði, homópatíu og læknavísinda. Einnig nýtum við eftir fremsta megni nýjustu tækni við alla framleiðsluferla okkar þó hugmyndafræðin á bak við vörurnar sé byggð á ævafornum grunni.

Sýn

Pure Natura ætlar að verða leiðandi framleiðandi hágæða fæðubótaefna og markfæðis í heiminum með því að:
• Nýta aðeins hágæða hráefni í allar vörur sínar sem lausar eru við öll aukaefni
• Stuðla að bættri heilsu almennings í gegnum náttúrulega ofurfæðu
• Stuðla að sjálfbærri matvæla framleiðslu
• Fylgjast með og nýta nýjustu tækni og vísindi á sviði matvælaframleiðslu og næringarfræði
• Veita yfirburðar þjónustu