Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Fíflarót, illgresi með ýmsa kosti

Þrátt fyrir þá staðreynd að flestir þekki túnfífilinn sem þreytandi illgresi sem stingur óboðinn upp kollinum í garðinum, þá á þessi jurt sér eftirsóknarvert sæti í jurtalækningum og er sennilega sú jurt sem hvað mest hefur verið notuð af jurtalæknum af öllum jurtum, þar sem hann er útbreiddur og auðvelt að nálgast hann.

Túnfífill hefur í þúsundir ára verið notaður til matar og sem jurtalyf til meðhöndlunar á blóðleysi, skyrbjúg, húðvandamálum, blóðsjúkdómum og þunglyndi. Hann hvetur meltingu, örvar matarlist og kemur jafnvægi á náttúrulega, vinveitta bakteríuflóru í innyflum. Hann örvar losun magasýru og galls sem hjálpar við meltingu, sérstaklega fitu. Túnfífill er eitt besta þekkta þvagræsilyf plönturíkisins og þykir blóðhreinsandi og hefur um aldir verið notaður til að meðhöndla háan blóðþrýsting, gallblöðru-, nýrna- og lífrarsjúkdóma. Einnig fyrir meltingartruflanir, til að örva hægðir og bæta svefn.

Margir nota bæði blöðin og rótina til að fá sem mest útúr plöntunni og blómin er einnig hægt að nýta, t.d. í fíflasíróp.
Ung blöð er gott að nota í salat og þau innihalda meira prótein en spínat og eru hlaðin ý.k. næringu t.d. B2 og B6 vítamíni, fólati, járni, kalíum, mangan, magnesium, kalíum, kalki, sinki, fosfór og trefjum.

Auk þess eru blöðin frábær uppsretta hins mikilvæga K-vítamíns, C-vítamíns og betakarótíns (sem líkaminn breytir í A-vítamín.)
Túnfífill inniheldur nauðsynlegar fitusýrur, andoxunarefni og plöntunæringarefni sem öll draga úr bólgum, sem geta leitt til sársauka og þrota í líkamanum.

Í dag standa yfir í Kanada klínískar rannsóknir á virkni fíflarótar gegn krabbameini.
Útvortis er hægt að nota fíflamjólkina úr stönglinum til að fjarlægja vörtur.

Hjá Pure Natura notum við fíflarætur í Pure Liver formúluna okkar. Það er gert til stuðnings við lifur og gallblöðru og sem lítils háttar örvun á meltingarkerfið.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0