Í vörulínu Pure Natura er að finna nokkrar jurtir sem falla undir skilgreiningu þess að vera það sem á ensku kallast ,,adaptogen”. Þeirra þekktust er burnirótin, en hvítlaukur og jafnvel kerfill og rósmarín gætu einnig fallið undir þetta tískuorð, þó þau standi í skugga annarra frægari jurta svosem gingengs, ashwaganda, maca ofl. Adaptogen-plöntur og krydd eru súperstjörnur náttúru- og grasalækninga í dag og ekki að ástæðulausu.

Adaptation þýðir aðlögun en mér vitanlega er ekki nein góð íslensk þýðing á orðinu sem af því er dregin til. Merkingin liggur í því að þær jurtir sem við það eru kenndar auka aðlögunarhæfni líkamans gagnvart streitu og áreiti og hjálpa honum þannig að takast á við líkamlegt og andlegt álag. Kannski er hægt að segja að adaptogen endurstilli líkamann þannig að hann eigi betra með að takast á við daglegt álag með því að gefa orku og flýta endurheimt. Og í bónus fylgir að adaptagen hafa engar skaðlegar aukaverkanir. Í þessu bloggi kallast adaptogen ,,aðlögunaraukandi”. Hér á eftir fylgir úrdráttur úr þýddri grein um þær frá Rosemary Gladstar:

,, Í grófum dráttum má segja að Adaptogen geti verið hvert það efni sem hjálpar fólki að aðlagast nútíma umhverfi og aðstæðum, en oftast er hugtakið notað til að lýsa flokki jurta sem hafa langa sögu um að stuðla að langlífi og auka heildarstyrk og seiglu /úthald líkamans.

Hugtakið adaptogen er nokkuð nýtt og finnst ekki í eldri grasabókum ~ þeim sem skrifaðar voru fyrir 1990 ~ og það finnst ekki heldur í orðabókum. Samt er það algengt hugtak meðal grasalækna og heildrænna meðferðaraðila og þiggjenda. Það er notað til að lýsa mjög virtum og vel þekktum hópi plantna. Hugtakið var búið til af rússneskum vísindamanni, Dr. Lazarev, seint á fjórða áratugnum og var notað til að lýsa efni sem:
(a) hafði balanserandi og normaliserandi áhrif;
(b) var ekki eitrað og olli ekki skaðlegum aukaverkunum; og
(c) vinnur með „ósértækum“ eða almennum aðgerðum að því að auka ónæmi gegn veikindum í gegnum margs konar líkamlega og lífefnafræðilega þætti.

Annar vísindamaður, Dr. Brekhman, heildrænt sinnaður og áhugasamur um grasaækningar, útvíkkaði vinnu Lazarev með því að beina rannsóknum sínum á aðlögunaraukandi efnum að jurtum sem áttu sér sögu um slíka virkni. Dr. Brekhman rannsakaði mörg hundruð jurtir til að reyna að finna út hvort þær hefðu þessa eiginleika en endaði með því að beina flestum rannsóknum sínum að Síberíu Gingseng( Electheroccoccus senticosus), burnirót (Rhodiola) og Panax og Asíu-afbrigðum af ginseng. Hann gerði mörg hundruð rannsóknir á þúsundum manna (aðallega starfsfólki verksmiðja, vörubílstjórum og íþróttafólki) sem sýndu að til voru jurtir með einstaka hæfileika til að hjálpa líkamanum að aðlagast álagi nútímans, bæta orku og þol og auka aðlögunarhæfni fólks að umhverfi sínu.
Aðlögunaraukandi jurtir eru auðþekktar af víðtækum heilsubætandi áhrifum sínum. Þær auka náttúrulega lífsorku líkamans, styrkja þol og þrek og bæta líkamlega vellíðan. Skv. skilgreiningunni eru slíkar jurtir ekki eitraðar og hafa engar aukaverkanir (aðrar en hliðarverkanir góðrar heilsu), jafnvel þó þær séu notaðar í langan tíma.
Í hefðbundinni kínverskri læknisfræði töldust þessar jurtir yfirburðar lækningarjurtir og voru mest notaðar af öllum kínversku jurtum. Þær voru öruggar og ekki eitraðar, vöktu ónæmisstarfsemi, juku mótstöðu gegn veikindum og voru notaðar til að stuðla að heilsu og vellíðan. Þó hugtakið adaptogen geti verið nýtt, þá hefur þekkingin á jurtum með aðlögunaraukandi eiginleika verið til í margar kynslóðir. Hugtökin sem notuð eru til að lýsa þessum hópi plantna geta verið mismunandi eftir stöðum í heiminum, en þær voru alltaf metnar verðmætastar jurta í hverri menningu.

Í Ayurvedic lækningum, sem upprunnar eru á Indlandi og taldar eitt virtasta og þekktasta heilunarkerfi heims, voru jurtir sem endurnærðu, endurreistu og höfðu getu til að halda uppi og næra líf kallaðar Rasayana jurtir, sem þýðir bókstaflega, Leiðin að kjarnanum. Heilt heilunarkerfi varð til innan Ayurvedic í kringum þennan sérstaka hóp endurnærandi jurta.

Í vestrænum eða amerískum grasalækningum voru plöntur með aðlögunaraukandi eiginleika flokkaðar í kerfi sem jurtaveig (Herbal Tonics) og notaðar til að meðhöndla ýmiskonar ójafnvægi og til að endurheimta og viðhalda góðri heilsu. Þrátt fyrir að slík lyf séu ekki eins vel metin í dag og þau eitt sinn voru, var slík meðhöndlun á sínum tíma grunnurinn að mörgum náttúrulyfjum sem síðar þróuðust í N- Ameríku – meðferð sem gekk útá að endurbyggja frá grunni með því að styðja og byggja upp lífsorkuna og við það myndu flestir sjúkdómar skána eða hverfa.

Það skiptir ekki máli hvað þau eru kölluð; Afburðarefni, jurtaveig (Herbal Tonics), Rasayanas eða adaptogen, um heim allan eru þetta meðal þekktustu og ástsælustu jurtanna okkar, kannski vegna þess að þær eru endurnærandi og endurnýjandi og hjálpa okkur að aðlagast margskonar álagi daglegs nútímalífs! Hefð var fyrir því að þessar jurtir væru felldar inn í máltíðir fólks, soðnar í súpur, stráð sem krydd yfir matinn eða settar í síróp, tonic drykki og annað ljúfmeti sem fólk svo neytti. Auðvitað getur fólk tekið jurtirnar í hylkjum og sem urtaveigar, ~ það eru til margar góðar ,,aðlögunaraukandi” og orkuuppbyggjandi blöndur í hylkjum og sem veigar, en flestir grasalæknar kjósa að nota þessar tilteknu jurtir sem mat frekar en „lyf.

Til að jurt geti talist Adaptogenic -,, aðlögunaraukandi” þarf hún að uppfylla þrjú skilyrði:
1. Jurtin má ekki valda eituráhrifum: Hún verður að vera hættulaus til inntöku og má einungis orsaka lágmarks truflanir á lífeðlisfræðilegri starfsemi líkamans.
2. Almenn virkni: Jurtin verður að vera ósértæk í aðgerðum og hafa meira með almenn áhrif á líkamann að gera. Þetta þýðir að þessar jurtir eru almennt ekki ætlaðar fyrir eitthvert eitt ákveðið ástand eða veikindi heldur til að tóna og byggja upp allt kerfið.
3. Normaliserandi og jafnvægisstillandi: Jurtirnar verða að hafa normaliserandi áhrif á líkamann og hjálpa til við að endurheimta jafnvægi og stöðugleika. Þær á að vera hægt að nota í aðstæðum þar sem um er að ræða annaðhvort (þetta)… eða (hitt) t.d. of hár eða of lágur blóðsykur eða lágur blóðþrýstingur eða of hár blóðþrýstingur.

Aðlagandi jurtir hjálpa líkamanum að:
• Endurheimta jafnvægi
• Auka orku
• Bæta þol
• Auka ónæmissvörun
• Bæta samvægi (homeostasis)
• Bæta heilastarfsemi og minni
• Balansera og normalisera almennt orku og heilsu líkamans

Hvernig virka þessar jurtir í líkamanum?
Ef satt skal segja þá veit enginn alveg nákvæmlega hvernig aðlagandi jurtir vinna í líkamanum, þrátt fyrir fjölmargar vísindarannsóknir. Hér á eftir er að finna nokkrar kenningar um það hvernig þær geta endurheimt heilsu og orku líkamans:

• Þær auka getu ensíma til að umbreyta glúkósa í orku
• Þær virkja nýmundun próteina og kjarnsýra
• Þær byggja og styðja við heilsu ónæmiskerfisins með fjölmörgum ónæmisörvandi aðferðum
• Þær eru ríkar af andoxunarefnum og takmarka þannig fjölda sindurefna í líkamanum. Umfram sindurefni í líkamanum eru einn af lykilþáttum í aldurstengdum sjúkdómum.
• Þær virka með því að styðja við starfsemi innkirtla og hafa jákvæð áhrif á seytingu hormóna og annarra efna sem framleidd eru af heiladingli, undirstúku og nýrnahettum.

Kannski er of flókið mál að skilja fullkomlega hvernig þessar plöntur virka, en frá ómunatíð hafa menn átt við þær samskipti og reynslan hefur sannað virkni þeirra.”

Heimildir:

1.

2.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0