Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Aftur til fortíðar – Að borða eins og frummaður

Fæða forfeðranna (ancestral diet) er hugtak sem notað er yfir margar tegundir mataræðis, sem segjast fylgja því mataræði sem forfeður nútímamannsins þ.e. veiðimenn og safnarar höfðu. Markmið þessarar tegundar mataræðis er góð heilsa og hugmyndafræðin sem að baki liggur sú, að best heilsa náist með mataræði sem líkaminn sé aðlagaður að gegnum þróunarsöguna.

Fæða forfeðranna gengur undir ýmsum mismunandi nöfnum og er t.d. kölluð ,,Hefðbundið mataræði, Steinaldar-mataræði (paleo), Stríðsmanna-mataræði og Hellisbúa-mataræði – en megininntakið er það sama.

Gæði fæðunnar í fyrirrúmi
Mataræðið miðast við að neyta raunverulegrar fæðu, en þar er átt við mat á sem upprunalegustu formi. Þetta snýst því um að einfalda mataræðið og fara aftur í náttúruleg hráefni. Við erum að tala um óhreinsaðan, óunninn, heilan mat, sem hefur staðið manninum til boða gegnum þróunarsöguna.

Að borða fæðu forfeðranna snýst ekki síður um það sem maður borðar ekki en það sem borðað er, því mjög stór hluti þess fæðis sem forfeður okkar neyttu erum við hætt að borða auk þess sem nútímamenn neyta fæðu í dag sem ekki var til þegar forfeður okkar leituðu sér fæðu. Á matseðlinum eru því engin hreinsuð eða breytt matvæli eða innihaldsefni, svo sem hreinsaður sykur eða há-frúktósasíróp, ekkert hvítt hveiti; engin niðursoðin matvæli; ekkert unnið soja eða gervi-kjöt; engar gerilsneiddar mjólkurvörur s.s.undanrenna eða fituskert mjólk; engar hreinsaðar eða hertar jurtaolíur; engin pakkavara; engin próteinduft; engin einangruð vítamín og bætiefni, engin aukefni, íblöndunarefni neinskonar, né gervi litarefni svo eitthvað sé talið.

Ekki er síður mikilvægt í þessu samhengi að benda á það að fyrr á tímum var allt lífrænt og óerfðabreytt. Mikið var borðað af spíruðum mat, grasfóðruðu kjöti og allar mjólkurvörur sem neytt var voru fituríkar og hráar.

Það er hægt að kafa mun dýpra í þessa tegund mataræðis og bæta t.d. við að undir það fellur að borða þá fæðu sem finnst í nærumhverfinu, borða sjálfbært, taka tillit til árstíða við matarval og að neyta matar sem fólk hefur neytt í þúsundir ára.

Þó skv. þessari tegund mataræðis sé matur eldaður hafa allir fornir menningarheimar þ.m.t. frummenn alltaf neytt hluta af dýraafurðum óeldaða.

Margskonar matur
Fæða forfeðranna er margbreytileg og mismunandi. Sumir fornir menningarheimar neyttu ekki plöntufæðis á meðan aðrir borðuðu mikið af því. Sumir neyttu hrárra mjólkurafurða, aðrir gerðu það ekki. Að halda sig við þessa gerð mataræðis veltur á því hvar þú ert búsettur í heiminum, hvert fæðuframboðið þar er og staðbundinni menningu. Þannig er fæða forfeðranna ekki ein ákveðin tegund matar og ekki sú sama á Íslandi, Ameríku, Grikklandi, Afríku eða Japan.

Áhugavert er, að þrátt fyrir allskyns loftslag og matvælaframboð, á öll fæða forfeðranna ákv. matvæli sameiginleg og þau eru:

• Kjöt og fituríkar hráar mjólkurafurðir úr grasfóðruðum dýrum í lausagöngu. All dýrið er nýtt með sérstaka áherslu á innmat og fitu
• Villt sjávarfang
• Kjúklingar í lausagöngu og egg úr lausagönguhænum
• Lífrænir ávextir og grænmeti
• Heilsusamleg, hefðbundin fita eins og ólífuolía, avakadóolía, kókósolía, svínafita, smjör ofl.
• Gerjuð (mjólkursýrð) matvæli

Það skiptir máli hvað þú velur dagsdaglega
Í byrjun 20.aldarinnar ferðaðist læknir einn um allan heim og kynnti sér matarhefðir, tannheilsu, almennt heilsufar og lifnaðarhætti frumstæðra þjóðflokka sem enn lifðu á sama hátt og forfeður þeirra höfðu gert frá ómunatíð. Læknirinn, sem hét Weston A.Price, hefur af mörgum verið nefndur Darvin næringarfræðinnar, rannsakaði sérstaklega 14 mismunandi þjóðflokka með tilliti til þessa. Samanburður hans á niðurstöðunum við vestrænar matarhefðir og heilsufar eru mjög áhugaverðar og hægt að kynna sér þær nánar hér

Eitt af því sem hann komst að var að allir þjóðflokkarnir áttu a.m.k. eina tegund matar sem var þeim ,,heilög”. Þessi matur var í öllum tilfellum dýraafurð, aldrei plöntuafurð. Með rannsóknum seinni tíma hefur komið í ljós að þessi matvæli hafa reynst innihalda óvenju hátt innihald fituleysanlegra vítamina A, D og K2 (sjá bloggið okkar um mikilvægi þessara vítamína:) – en eins og þeir vita sem fylgjast með í heimi næringarfræðinnar er mikilvægi þessara efna fyrir góða heilsu sífellt betur að koma í ljós.

Sumir næringarráðgjafar fullyrða, að mikilvægasti hluturinn við framkvæmd forfeðramataræðisins sé að einbeita sér að því að fá nægjanlegt magn ,,heilögu” fæðunnar. Dæmi um slíka fæðu eru smjör úr grasfóðruðum kúm, innmatur s.s. lifur, eggjarauða úr eggjum hænsna í lausagöngu útivið, fisk-hrogn og lifur sem og þorskalýsi.

Þegar kemur að mat, hvort heldur sem þú borðar eins og forfeðurnir eða ekki skaltu vanda valið. Veldu kjöt af skepnum sem aldar eru við náttúruleg búskilyrði sem henta þeirri tegund best og hámarkað geta heilbrigði og vellíðan. Veldu kjöt af dýrum sem fóðruð í samræmi við náttúrulegar þarfir ; nautgripir og sauðfé hafa þróast til að éta gras og hey, ekki korn eða soja. Hugaðu að dýravelferð, að almenn umgengni og umhirða sé í lagi og að við slátrun sé mannúðlega að verki staðið.

Daglega kýs fólk hvers konar matur er framleiddur. Það greiðir atkvæði með vöruvali sínu því að það sem ekki selst verður ekki framleitt. Atkvæðin falla til bænda eða til fyrirtækja og verksmiðjubúa í matvælaframleiðslu. Með því að vera upplýstur geturðu stutt við þá sem hafa áhuga á að halda skepnur til matvælaframleiðslu í jafnvægi við umhverfið og náttúruna. Þannig geta þeir haldið áfram að sinna störfum sínum á sjálfbæran hátt – sem gagnast til lengri tíma öllum.

Innmatur – heilög fæða
Fæðuunnu Pure Natura bætiefnin okkar, sækja innblástur í hugmyndirnar um forfeðra-fæðuna og íslenska matarhefð, hómópatíu, jurta- og alþýðulækningar. Aðal innihaldsefnið er innmaturinn úr íslenskum fjallalömbum, sem beitt er á tún og afrétti landsins frá fæðingu og fram að slátrun. Svo sannarlega er þar á ferð ofurfæða með gríðarmikið næringarefnainnihald, sem hjá forfeðrunum hefði að sjálfsögðu verið sett beint í ,,heilaga” matar-flokkinn.

Til að auka enn við góð áhrif bætiefnanna, er innmaturinn blandaður með sérvöldum, vel þekktum, íslenskum heilsujurtum. Hráefnið er kaldþurrkað, malað og hylkjað og ekkert tekið úr og engu bætt í. Blanda sem þessi er hvergi til annarsstaðar í heiminum og er algerlega einstök hvað varðar vinnsluaðferð, hráefnissamsetningu og hreinleika.

Bætiefnahylkin auðvelda inntöku fyrir þá sem hafa ekki aðgang að, eða af einhverjum ástæðum geta ekki nýtt sér þessa ofurfæðu á upprunalegu formi. Hægt að velja á milli eins eða þriggja mánaða skammtar.

Heimildir:

Livestrong
Ancestral diet
Weston price
Psychology of eating
The healthy home economist
National geographic

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0