Konur í íþróttum

Markaðurinn fyrir fæðubótarefni tengd íþróttaiðkun er stækkandi. Hann hefur þróast hratt í áttina frá því að einblína aðallega á íþrótta- og vaxtarræktarfólk, í átt að mun breiðari hópi og inniheldur einnig heilsumeðvitaða neytendur allstaðar að úr þjóðfélaginu. Þetta er m.a. til komið vegna samfélagsmiðla og þeirrar tískusveiflna og vakningar á sviði líkamsræktar og heilbrigðs lífernis sem þar er að finna. Með vaxandi áhuga á hreysti og heilsu, lífrænum matvörum, fæðubótarefnum og ýmsum öðrum óhefðbundnum efnum og áður óþekktum heilsueflandi aðferðum (sem auðvelt aðgengi er að á netinu) ætti það ekki að koma á óvart að iðnaðurinn í kringum þessa tegund næringar er einnig í örum vexti.

Einn angi innan þessa geira er framleiðsla fæðubótarefna sérstaklega fyrir konur. Það er nefnilega þannig að lengst af hafa slíkar vörur verið framleiddar með karlmenn, með markmið þeirra og þarfir í huga. Nú er það svo að konur eru á margan hátt frábrugnar körlum og á sú nálgun því ekki við nema upp að vissu marki. Líffræðilegur munur kynjanna gerir það að verkum, sem og sú staðreynd að markmið líkamsræktar kvenna og karla eru ekki endilega þau sömu. Á meðan aðalmarkmið karla með líkamrækt eru oft tengd auknum vöðvamassa og styrk eru markmið kvenna ekki endilega að safna miklum vöðvum heldur að verða sterkar og í góðu formi. Þær vilja vörur sem bæta frammistöðu, flýta endurheimt og draga úr þreytu. Auk þess eru næringarþarfir kvenna mismunandi eftir aldursskeiði og ástandi (sjá grein: https://purenatura.is/bestu-naeringarefnin-fyrir-konur/). Allt þetta getur kallað á annarskonar næringarráðgjöf en þá sem hentar körlum.

Kólin

Eitt er það næringarefni sem konur á öllum aldri ættu að passa vel uppá að ekki verði skortur á. Þetta efni heitir Kólín og flokkast sem eitt af B-vítamínum þó eiginlega sé það ekki vítamín. Lítið magn þess er framleitt í líkamanum en það er ekki nóg og þarf það því mestmegnis að koma úr fæðu. Lengi var ekki vitað hversu mikið líkaminn þyrfti af þessu efni og er kólín síðasta næringarefnið sem ráðlagður dagskammtur (NV = næringarviðmiðunargildi) var gefinn út fyrir. Árið 2016 kom fram í niðurstöðu rannsóknar sem birt var í Journal of the American College of Nutrition að áætlað væri að um 90% fólks fengi ekki nægjanlegt magn kólíns í gegnum mataræði sitt.

Kólin vinnur gegn streitu

Kólín hefur mörg hlutverk í líkamanum. Það hefur áhrif á lifrina með því að aðstoða hana við úthreinsun óæskilegra eiturefna og við að breyta fitu í orku. Þá er það mikilvægt fyrir heilann og þroska hans, fyrir frumuuppbyggingu og virkni, vöðvahreyfingar og taugakerfi. Það er nauðsynlegt öðrum B-vítamín til að búa til orku og er mikilvægur þáttur í því að auka flæði súrefnis og næringarefna til vöðvanna (í gegnum tengsl þess við nitric oxide). Eins og fleiri B-vítamín hefur Kólín róandi áhrif og getur unnið gegn spennu og streitu.

Konum eftir tíðahvörf, ófrískum konum og íþróttakonum – sérstaklega þeim sem æfa langhlaup eða aðrar íþróttir sem krefjast mikil þreks og úthalds, hættir helst til skorts á kólíni. Efnið gefur eldsneyti til orkuvinnslu og án fullnægjandi magns þess í líkamanum brýtur hann niður sínar eigin frumur til að heilinn fái það sem hann þarf. Kólín hefur afgerandi ávinning fyrir, meðan og eftir að æfingum líkur og tryggir að samskipti vöðva við heila séu rétt.

Þetta hafa sérfræðingar og markaðsfólk tengt íþróttabætiefnamarkaðnum rekið augun í og leggja áherslu á að nýta sér við framleiðslu bætiefna fyrir konur. Íþróttabætiefni fyrir þær innihalda því kólín í nægjanlegu magni til að ekki sé hætta á skorti jafnvel þó mikið álag sé vegna þjálfunar.
Ýmsar fæðutegundir eru auðugar af kólíni, sérstaklega nauta-, lamba- og svínalifur. Þar kemur efnið í samvirkni við önnur B-vítamín, stein- og snefilefni sem í lifrinni finnast og þannig nýtist það best.

Þar sem konur hafa jú áhuga á að halda líkama sínum hraustum og orkumiklum og heilanum vel fúnkerandi þurfa þær að passa uppá að í fæðinu sé nægjanlegt magn kólíns – ekki bara til að halda út í ræktinni heldur almennt í lífinu.

Kólin í lambalifur

Við hjá Pure Natura bendum íþrótta- og afrekskonum, sem og öðru heilsumeðvituðu fólki á fæðuunnu bætiefnin okkar, úr íslenskri lambalifur. Þau eru hrein íslensk náttúruafurð, stútfull af kólíni og öðrum næringarefnum sem líkaminn þekkir sem mat og kann að nota sem slíkan. Frábær bætiefni til viðhalds og aukningar góðri heilsu, úthalds og orku og henta einnig fólki á keto og paleo mataræði.

Heimildir:

1.
2.
3.
4.
5. (bls. 32)

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0