Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Brenninetla (Urtica dioica) – Venjuleg planta með óvenjulega eiginleika

Brenninetlan á sér langa sögu um notkun enda fjölhæf með eindæmum. Í mörg þúsund ár hefur hún verið nýtt, m.a. til matar, til að vefa úr henni klæði og búa til pappír. Plantan inniheldur trefjar svipað og iðnaðarhampur og hör. Þessar trefjar eru holar að innan og veita náttúrulega einangrun sem gerir klæðin hlý. Í fyrri heimstyrjöldinni notaði þýski herinn brenninetlu í einkennisbúninga hermanna sinna.

Þekktari er þó brenninetlan sem lækningarjurt og hefur verið notuð allt frá því í Grikklandi til forna sem þvagræsi- og hægðalyf. Það mun ekki hvað síst vera að þakka Júliusi Cesari hve útbreiðsla hennar er mikil um norðanverða Evrópu, því hermenn hans tóku með sér jurtina og notuðu hana til að halda hita á húðinni og verjast frostverkjum. Í landvinningum sínum m.a. á Bretlandi börðu þeir sig með ferskri brenninetlu , en hárin á blöðum hennar innihalda efni sem virka ertandi á húðina og valda bruna, sársauka, roða, þrota, kláða og doða. Þessi efni eyðast við þurrkun og suðu og þannig skal nota jurtina og fara valega við söfnun hennar og ekki neyta hennar ferskrar.

Í dag er brenninetu að finna um allan heim þó uppruni hennar sé á kaldari svæðum Evrópu og Asíu. Á Íslandi vex mjög öflug stórnetla í Kálfanesi á Ströndum sem hefur nokkuð verið rannsökuð af Matis, en almenn dreifing jurtarinnar um landið er ekki fyrir hendi.
Yfir 50 efnasambönd hafa verið einangruð í brenninetlu. Gerð efnasambanda og styrkur þeirra er breytilegur eftir þeim hluta plöntunnar sem notaður er, þ.e. ekki sá sami í blöðum, blómum, stöngli eða rótum. Nokkur af virku efnasamböndunum eru plöntusteról, oleanolsýra, asetýlkólin, histamín, flavonól glýkósíð og isolektín. Rannsóknir hafa ennfremur staðfest að brenninetluplantan er mjög góður orkugjafi, prótein- og trefjarík, og einhver steinefnaríkasta jurt sem hægt er að neyta – rík af kalki, kalíum, kísil og brennisteini. Þar fyrir utan inniheldur hún vítamin og margskonar önnur heilsufarslega jákvæð lífvirk efnasambönd.

Þegar við hjá Pure Natura fórum að velja innihaldsefni í karlablönduna okkar ,,Hann”, var brenninetlan efst á blaði yfir þær jurtir sem í þá blöndu skyldi fara. Og ekki að ástæðulausu, því þrátt fyrir slæmt orðspor þegar kemur að sárauka við snertingu við fersku blöðin, þá býr þessi jurt yfir mjög mörgum góðum eiginleikum þegar kemur að heilsu karla og stuðningi við hormónakerfið. Jurtin inniheldur andoxunar- og örverueyðandi efni, er græðandi og hefur verkjastillandi eiginleika.

Hægt er að nota alla hluta jurtarinnar, þ.e. blóm, blöð, stöngul og rót. Í karlablönduna notum við rótina.
Jurtin hefur bólgueyðandi eiginleika og ræturnar eru sérstaklega þekktar af jákvæðum áhrifum á góðkynja stækkun blöðruhálskirtils og vandamál tengd þvagrásarkerfinu. Þá hefur brenninetla reynst hafa góð áhrif gegn lið- og vöðvaverkjum, exemi, gigt, þvagsýrigigt, blóðleysi og ofnæmi.
Ekki er nákvæmlega vitað hvers vegna brenninetla hefur jákvæð áhrif á góðkynja stækkun blöðruhálskirtils hjá karlmönnum. Rannsóknir benda til þess að efni úr henni dragi úr eða stöðvi virkni ensíma sem umbreyta testósteróni í díhýdrótestósteron. Díhýdrótestósterón kemur náttúrulega fyrir hjá körlum þegar þeir eldast, en þetta form testósteróns er tengt hárlosi og góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli.

Testósterón – helsta kynhormón karla finnst bæði á bundnu og óbundnu formi í líkamanum. Óbundið eða frítt testósterón er aðgengilegt fyrir frumur líkamans en bundið testósterón ekki. Æskilegt er að vera með gott jafnvægi milli bundins og óbundins testósteróns og stuðlar það að almennt betri heilsu karlmanna. Kynhormónabindandi glóbúlín eru ábyrg fyrir því að viðhalda hormónajafnvægi í líkamanum og binda testósterón og gera óaðgengilegt. Isolektín – eitt af virku efnunum sem finnast í brenninetlu, hindrar testósterón í að bindast viðtökum glóbúlínanna og stuðlar þannig að auknu magni aðgengilegs, óbundins testósterón hormóns í blóðinu.

Hægt væri að skrifa lengi enn um einstaka eiginleika og efnainnihald netlu en þetta verður látið duga að sinni. Vísa í heimildirnar, þar er margt annað sem fram kemur og ítarlegar en hér er rakið
Af því sem þó hefur verið skrifað hér að framan ætti að sjást hversu fjölhæf og mögnuð planta brenninetlan er. Ef þú vilt gera gott betra eða styðja við hormónastarfsemina þína er inntaka á netlu virkilega áhugaverður kostur. Og í blöndu með nokkrum öðrum vel völdum innihaldsefnum gerast bara góðir hlutir og það er nákvæmlega það sem er markmiðið með Pure Natura Hann fæðubótarefninu. Við erum ótrúlega ánægðar með að geta tilkynnt að þessi blanda, sem hefur verið í undirbúningi nokkuð lengi kemur loksins á markað núna í haust. Hún er hugsuð til að auka líkamlega og andlega vellíðan og heilsu karla, með því að næra og styðja við hormónakerfið, gegnum sérvaldar jurtir, hrútspunga (eistu) og lambahjörtu. Þessi blanda er snilldin ein.

Heimildir:
1. Bókin: The Modern Herbal Primer, The Old Farmer´s Almanac Home Library, höf.Nancy Burke.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0