Meira en helmingur fullorðinna bandaríkjamanna tekur fæðubótarefni af einhverju tagi að staðaldri og á undanförnum árum hefur neysla slíkra efna á heimsvísu aukist stöðugt. Fólk reynir að bæta upp fyrir lélegt mataræði og skort á vellíðan með allskyns bætiefnum, en eru þau að virka og gera þau fólk heilbrigðara? Sé litið til stöðugrar aukningar krónískra sjúkdóma, virðist sú ekki vera raunin. En hvernig má það vera ?
Mikill meirihluti allra vítamín bætiefna á markaðnum eru unnin úr tilbúnum, einangruðum næringarefnum framleiddum á tilraunastofum. Líkaminn á erfitt með að nýta sér þessi efni og þar liggur a.m.k. hluti skýringarinnar.
Nýleg rannsókn hefur sýnt að mörg þeirra eru gölluð og innihalda annað hvort ekki það sem stendur á merkimiðanum eða hitt, sem er jafnvel verra; innihalda hættuleg efnasambönd og eiturefni, sem m.a. eru til komin vegna vinnsluaðferðanna sem notaðar eru við framleiðsluna. Sjá: https://www.consumerlab.com/reviews/multivitamin_review_comparisons/multivitamins/ . Líkami þinn er þróaður til að vinna með raunverulegan mat og flest fæðubótarefni á markaðnum eru ekki unnin úr fæðu. Næringarefni í raunverulegum mat eru alltaf í samvirkni hvort við annað, því hvert og eitt næringarefni þarf á öllum hinum efnunum sem eru náttúrulega til staðar í matvælunum að halda til að vinna almennilega í líkamanum. Því ætti þessu að vera öðruvísi farið með bætiefni t.d. vítamín ? Svarið er: Það virðist ekki vera það.

Ef þú ert einn af þeim fjölmörgu, sem eyða peningi í fæðubótarefni, gætirðu viljað endurskoða þau mál og hvað þú velur. Kíktu á hvað það er sem Pure Natura er að gera öðruvísi og hvað það er sem gerir Pure-bætiefnin okkar einstök.
www.purenatura.is

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0