Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Endurnýjanleg orka

Þegar talað er um endurnýjanlega orku er átt við þá orku sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki, heldur endurnýjar sig stöðugt þó tekið sé af henni. Dæmi um þetta er t.d. orka frá sól, vindi, jarðhita, vatnsorku, lífmassa ofl.

Skv. tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) fyrir árin 2014-2016 er einungis 22% raforku í OECD ríkjum framleidd með endurnýjanlegum hætti. Restin, þ.e.a.s. 60% orkunnar eru framleidd með jarðefnaeldsneyti og 18% með kjarnorku.

Náttúrulegar aðstæður eru mjög ólíkar milli landa og svæða og misjafnt hvaða orkulindir eru í boði og henta best á hverjum stað. Orkulindir jarðefna, sem eru olía, kol, og gas teljast ekki endurnýjanlegar vegna þess hversu langur nýmundunartími þeirra er m.v. nýtingarhraðann.

99,99% endurnýjanleg orkulindir
Ísland hefur mikla sérstöðu þegar kemur að orkumálum, því raforkuframleiðsla þar kemur nær eingöngu frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Þar eru hlutföllin slík, að 99,99% raforkunnar er framleidd með endurnýjanlegum hætti. Orkubúskapur þjóðarinnar byggist aðallega á vatnsafli (73%) og jarðvarma (26%) auk innflutts jarðefnaeldsneytis fyrir bíla- og skipaflota landsmanna.

Kolefnisfótspor Íslands- Pure Natura

Raforkuframleiðsla á Íslandi skilar engum gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið, en í Evrópu er hlutfall gróðurhúsalofttegunda af raforkuframleiðslu allt að 80%. Minnkun notkunar jarðefnaeldsneytis er eitt mikilvægasta verkefni sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir í loftslagsmálum. Ísland og orkuframleiðslan þar er einstök á heimsvísu hvað þetta varðar.

Við sem rekum fyrirtækið Pure Natura og framleiðsluna þar, erum því bæði stoltar og lánsamar að geta sett þann stimpil á vörurnar okkar að þær skilji eftir lágmarks umhverfisspor í þessu samhengi og að hugmyndum sjálfbærni sé viðhaldið í stóru myndinni í framleiðsluferlinu. Því ber að fagna og vekja athygli á.

Heimildir:
1.
2.
3.
4.
5.

OECD = Organisation for Economic Co-operation and Development eða Efnahags- og framfarastofnunin.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0