1200% aukning í þvagi
Ýmis eiturefni – bæði illgresis- og skordýraeitur eru mikið notuð í nútíma landbúnaði. Meirihluti núlifandi Bandaríkjamanna hefur nú mælanlegt magn Glyfosats í þvagi sínu og efnið finnst í margfalt hærra magni í brjóstamjólk en leyfilegt er í drykkjarvatni, auk þess að finnast í mörgum algengum og vinsælum matvælum s.s. korni, eggjum og mjólkurvörum. Glyfosat er virka efnið í algengasta og mest notaða illgresiseyði allra tíma – Roundup.
Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var af Háskólanum í Kaliforníu San Diego School of Medicine, og spannaði 23 ára tímabil (1993-2016) kemur fram að magn Glyfosats í þvagi hefur aukist um 1200% á þessum tíma.
Rannsóknir á vegum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Alþjóðastofnunar um krabbameinsrannsóknir, benda til að Glyfosat geti verið krabbameinsvaldandi og að efnið í magni umfram heilsufarsviðmiðunarmörk geti verið hættulegt.
Ástandið í Evrópu er einnig umhugsunarvert. Rannsóknir þaðan sýna að leifar af Glyfosat finnast í um 45% af ræktunarjarðvegi í Evrópu og efnið hefur fundist í þvagi 44% sýna sem tekin hafa verið þar.
Önnur eiturefni eru hér ótalin, en þau koma til viðbótar því sem hér að framan er upp talið.
Hreinleiki
Íslenskur landbúnaður hefur mikla sérstöðu þegar kemur að notkun skordýraeiturs og plöntuvarnarefna. Ýmsar ástæður svo sem landfræðilegar og veðurfarsegar valda því að mjög lítið er notað af slíkum efnum við íslenska matvælaframleiðslu. Íslenskir garðyrkjubændur hafa lært að notast við aðrar aðferðir s.s. lífrænar (t.d. önnur skordýr sem lifa á óværu sem annars skemmir uppskeru). Þá er lyfjanotkun þ.m.t. sýklalyfjanotkun í íslenskum landbúnaði með því allra minnsta sem þekkist í heiminum. Einungis 15% þeirra 119 dýrasjúkdóma sem Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin (OIE) fylgist með, hafa fundist hér á meðan 75% þeirra er að finna á meginlandi Evrópu.
Eftirlitskerfið í Íslenskri matvælaframleiðslu er gott og afurðir framleiddar þar mjög öruggar hvað varðar magn eiturefna og lyfja.
M.v. þær rannsóknir sem þegar liggja fyrir um lyfja- og efnaleyfar í íslenskum jarðvegi og matvælum er ljóst að landið er í algerum sérflokki. Svo sem sjá má af meðfylgjandi töflu og tölum er það orðið langt frá því að vera sjálfsagt og óneitanlega einstök lífsgæði, sem erfitt er að meta til fjár.
Úr þessu dýrmæta hráefni framleiðir Pure Natura fæðuunnu bætiefnin sín – úr einhverju hreinasta hráefni sem hægt er að finna í heiminum. Við notum innmat úr grasfóðruðum lömbum, sem ganga til fjalla og á landi sem aldrei hefur verið eitrað með neins konar eitri. Auk þess er í bætiefnunum villtar, handtíndar, heilbrigðar og sterkar jurtir, sem vaxa í hreinum næringarríkum eldfjallajarðvegi og hafa aldrei verið úðaðar með neins konar eitri. Beint frá móður náttúru. Verði ykkur að góðu.
Heimild 1
Heimild 2
Heimild 3
Heimild 4
Heimild 5
Heimild 6
Heimild 7