Frá örófi alda hefur notkun kirtla og innmatar til manneldis verið þekkt um allan heim. Asísk og austurlensk matargerð státar af miklum fjölbreytileika þegar kemur að matreiðslu hinna ýmsu tegunda kirtla og innmatar úr mismunandi dýrategundum, með kínverska matarhefð í fararbroddi. Hið sama má segja um austurlenskar lækningar, þar hafa kirtlar og innmatur lengi verið notaðir og mikil trú er á þeim til heilsubótar.

Mismunandi tilgátur eru uppi um hvernig nákvæmlega kirtlar, líffæri og efni úr þeim virka, sé þeirra neytt. Fyrir utan að innihalda mikið magn næringarefna er uppi áhugaverð tilgáta um virkni þeirra og vilja sumir meina að ákveðin kirtill eða líffæri hafi einstaka virkni í sambærilegum kirtli eða líffæri neytandans umfram virkni sem á sér stað annarstaðar í líkamanum.
Reynsla óhefðbundinna meðferðaraðila og ákv. rannsóknir hafa sýnt fram á að próteinþættir úr kirtilvefjum sláturdýra nýtast samsvarandi líffærum neytandans sérstaklega og hafa jákvæð áhrif á líffærið. Þetta þýðir að t.d. nýru séu góð fyrir þá sem vilja gera vel við sín eigin nýru, hjörtu og lifur sömuleiðis og svo mætti áfram telja.
Þetta er vissulega áhugavert og verðugt rannsóknarefni.
Næringar-og læknisfræðin eru því miður ekki komin svo langt að vita allt um alla hluti þótt ýmislegt liggi nú þegar fyrir, um innihaldsefni þeirra kirtla og líffæra sem við nýtum til manneldis. Víst má þó telja að í þeim sé að finna góð efni fyrir bæði líkama og sál, hvort sem búið er að greina þau eða ekki.
Með þetta í huga höfum við hjá Pure Natura þróað vörurnar okkar; Pure Nutrition, Pure Liver, Pure Heart og Pure Power. Við vonum að þú eigir eftir að njóta góðs af neyslu þeirra og hverri einustu vöru fylgja bestu óskir okkar framleiðendanna þér til handa.

Frekari lesning fyrir þá sem vilja:
http://www.healthresearch.com/natural-health-practitioner.htm
http://www.allaboutnutritionalhealing.com/glandularsupplements

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0