Á undanförnum árum hefur áhugi neytenda í auknum mæli beinst að hreinum matvörum. Heilsu-meðvitaðir neytendur vilja vita hvaða efni það eru sem þeir setja inn í líkama sinn og það má segja að hreinar matvörur “Clean label” sé nýtt norm þegar kemur að matar- og drykkjarvörum. Rúmlega 73% neytenda eru tilbúnir til að greiða aukalega fyrir slík innihaldsefni og árið 2017 voru Clean label vörur 33% af matar- og drykkjarvörum á markaði.
Hvað þýðir hugtakið “Clean Label”?
Í augum neytenda stendur Clean Label fyrir innihaldsefni sem þeir þekkja, skilja og treysta; efni sem eru náttúruleg og lítið unnin og innihalda engin aukefni eða rotvarnarefni.
En það er ekki alveg svona einfalt að skilgreina þetta hugtak, því það felur í sér mismunandi stefnur og getur haft mismunandi merkingu frá einum viðskiptavini til annars. Það nær til margvíslegra hugtaka allt frá orðunum gagnsæi, náttúrulegt, lífrænt, óerfðabreytt og laust við, að vörum framleiddum í nærumhverfi. En Clean Label snýst ekki aðeins um innihaldsefni eða hvað auglýst er á umbúðum vörunnar. Sjálfbærni og ábyrgð í fyrirtækjarekstri framleiðanda vöru eru nauðsynleg fyrir neytendur til að meta gæði hennar og til þess að gera það, kalla neytendur eftir meira gagnsæi í heildarkeðjunni. Sérhver þáttur hennar er mikilvægur, áhrif vörunnar á umhverfi og fólk, hvort hráefnisöflun og vinnsla fylgi siðferðilegum reglum og hvort fyrirtækið sýni félagslega ábyrgð.
Einfalt en ekki endilega auðvelt:
Hvernig geta viðskiptavinir vitað hvort vara sé Clean Label eða ekki?
Vörur með færri innihaldsefni eru taldar “hreinni” en þær sem eru með lengri lista. Sama má segja um vörur sem eru lausar við fylliefni, bindiefni og önnur aukefni.
Clean Label hefur skýrt kröfur neytenda um einfaldleika hráefna og meiri gæði innihaldsefna. Neytendur fá þannig t.d. ,,hreinni” vöru með því að skipt sé út viðbættum tilbúnum innihaldsefnum fyrir önnur náttúrulegri.
,,Glútenlaust”, ,,óerfðabreytt”, ,,lífrænt og ,,náttúrulegt ” er meðal þess sem felst í vörum sem teljast Clean Label.
Clean Label hefur einnig áhrif á útlit og hönnun umbúða og miðar að því að einfalda þær og auka skýrleika. Viðurkennd vottunarmerki eins og Fair trade, Svansmerkið, KRAV, Blue Angel og fleiri, gefa viðskiptavinum einfalda, sýnilega staðfestingu á að vara sé framleidd samkvæmt ákveðnum viðmiðum og auðveldar fólki að þekkja Clean Label vörur úr.
Clean Label og Pure Natura
Pure Natura vörurnar skora stig í öllum boxum þegar kemur að Clean label skilgreiningunni: Þær eru unnar úr náttúrulegum, þekktum hráefnum og vinnsluaðferðir mildar til að skemma ekki innihaldsefni. Auk þess að hafa stuttan lista innihaldsefna án allra aukefna, bera vörurnar merki Landssamtaka Sauðfjárbænda ,,Icelandic lamb roaming free since 874”. Merkið stendur fyrir ákveðin gæði og táknar beitarland íslenska lambsins þar sem lögð er áhersla á náttúruna sjálfa og ferskleika kjötsins. Atriði sem snúa að dýravelferð, umhverfisáhrif og áhrif framleiðslu varanna á fólk eru öll jákvæð. Fyrirtækið Pure Natura er félagslega ábyrgt og leggur til samfélagsins það sem því ber. Það vinnur verðmæti úr hliðarafurðum og úrgangi við dilkaslátrun og skapar við það dýrmæt störf, minnkar matarsóun, dregur úr mengun jarðvegs, vatns og lofts, ýtir undir sjálfbærni í kjötframleiðslu og fullnýtingu matvæla. Auk þess auka vörur Pure Natura lífsgæði neytenda og geta til lengri tíma litið lækkað kostnað heilbrigðiskerfisins.
Tilvísanir: