Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Hvað á ég að taka … þetta … eða kannski frekar hitt ?!

Við fáum ítrekað spurningar um vörurnar okkar og oft eru þær svipaðs eðlis og snúast um hvað henti viðkomandi að taka, hvenær, hve mikið og hvernig.
Í stuttu máli má segja að allar Pure Natura vörurnar eru unnar úr mat sem hráefni og þær má borða eins og hvern annan mat, með öðrum mat eða einar sér. Það fer bara eftir því hvað hentar þér best, hvort þú tekur þær að morgni eða seinna um daginn.
Eins og með annan mat gildir að þó eitthvað sé gott er mikið meira af því ekki endilega betra þ.e. þó kartöflur séu fínar viljum við líka borða annað í bland og því ráðleggjum við fólki að rótera Pure Natura vörunum til að fá sem fjölbreyttast úrval næringarefna út úr neyslu þeirra og borða svo venjulegan mat líka.

Persónulega finnst mér best að taka belgina inn með morgunmatnum og inní daginn.

Pure Nutrition er næringarsprengja – inniheldur hreina lambalifur og mikið magn ýmissa ómissandi næringarefna, vitamin, steinefna og próteins. Hún er frábær fyrir þá sem vilja hressa sig við og vantar efni sem hafa með orkuna að gera s.s. járn og B-vítamín. Við gefum börnunum okkar 2 belgi að morgni og þetta er líka úrvals viðbót við mataræði eldra fólks sem oft hefur litla matalist og fær ekki nægjanlegt magn næringarefna í gegnum venjulegt mataræði.

Pure Liver er blanda úr lambalifur og jurtum og inniheldur aðeins minna af lifur en Nutrition. Þó nægjanlegt magn til að neytandinn njóti góðs af næringarefnunum auk hreinsandi, afeitrandi, ónæmisstyrkjandi, bólgu- og bjúglosandi áhrifum jurtanna. Þessi blanda er svoldið uppáhalds hjá okkur stelpunum í fyrirtækinu og við viljum meina að hún sé sérstaklega góð fyrir konur, þó ekkert mæli móti því að karlar taki hana.

Pure Heart er úr lambahjörtum og jurtum og inniheldur öll þau næringarefni sem er að finna í okkar eigin hjartavöðva s.s. B12 og Coensím Q10, auk róandi, styrkjandi, bólgueyðandi og hreinsandi jurta. Þessi blanda er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem vilja fara vel með sig og hjartað sitt og þá sem eru komnir á miðjan aldur. Einnig góð til skiptis við aðrar Pure Natura-vörur til að fá inn fjölbreyttari næringarefni og virkni.

Pure Power er kraftblanda úr lambalifur og hjörtum, ásamt jurtum sem styrkja mótstöðu gegn sýkingum og streitu. Hugsuð fyrir þá sem vilja hámarka árangur undir líkamlegu og andlegu álagi s.s. íþróttafólk og fólk í álagsvinnu. Hægt að hækka skammtinn t.d. yfir keppnistímabil, í prófalestri, kringum sýningar oþh. og lækka svo aftur þegar venjulegt viðhald og trimm er í gangi. Hentar ein og sér eða til skiptis við aðrar Pure-vörur.

Kveðja, Sigga Ævars.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0