Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Icelandic lamb - fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Pure Natura er í samstarfi við Icelandic lamb auk þess að hafa hlotið styrk til markaðssetningar frá markaðsráði sauðfjárafurða. Aðalinnihald varanna okkar eru hliðarafurðir sem falla til við dilkaslátrun til manneldis. Í dag notum við hjá Pure Natura hjörtu og lifur en í náinni framtíð munum við nýta enn fleiri hráefni þar sem unnið er að vöruþróun í fyrirtækinu. Hráefnið sem við höfum aðgang að er algerlega einstakt á heimsvísu, hreinleiki íslenskrar náttúru – jarðvegs, vatns og lofts sem og það fóður sem lömbin fá skiptir þar meginmáli. Uppeldisskilyrði varðandi aðbúnað eru einnig einstök, sauðféð fær að lifa eins og eðlilegt er fyrir tegundina – ekki innilokað í stíum, fóðurgerðum eða afgirtum beitarhólfum með tilheyrandi sníkjudýrasmiti, lyfjagjöf, áreiti og streitu.

Árið 2016 sótti Markaðsráð kindakjöts um vernd fyrir afurðaheitið Íslenskt lambakjöt/Icelandic lamb og nú í janúar 2018 samþykkti Matvælastofnun slíka skráningu. Íslenskt lambakjöt er fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi. Icelandic lamb lét einnig hanna fyrir sig sérstakt merki til að nota fyrir markaðssetningu íslensks lambakjöts. Merkið er smekklegt og vel heppnað og táknar beitarland ísleska lambsins þar sem lögð er áhersla á náttúruna sjálfa og ferskleika kjötsins. Mynd af því fylgir greininni og textinn er: Icelandic lamb – Roaming free since 874.

Þær Pure Natura vörur, sem sendar eru á erlenda markaði bera þetta merki ásamt litlum bæklingi um íslenska lambið. Við erum ákaflega stoltar af því að hafa fengið afnot af merkinu með bætiefnunum okkar. Þetta er upprunamerking og ákveðin staðfesting á því við hver lífsskilyrði lömb á Íslandi alast, til samanburðar við það sem þekkist erlendis. Ýmsar vottanir og merkingar sem eiga að tryggja gæði og hreinleika vara eru þekktar t.d. skráargatið og lífræn vottun. Á Íslandi hafa hins vegar ákaflega fáir sauðfjárbændur lífræna vottun og spilar þar mest inní notkun á tilbúnum áburði til fóðuröflunar fyrir komandi vetur. Þrátt fyrir það má með fullri vissu segja, að íslenskt lambakjöt sé einhver hreinasta kjötafurð sem hægt er að fá, þar sem lambið elur ævi sína að mestu leyti á afréttum landsins þann tíma sem það lifir og er ekki fóðrað á heyi. Á afrétti velur það sjálft hvað það étur; grös, lyng, fléttur, börk, ber, lauf og annað sem er að finna á þeim slóðum sem það heldur sig. Kjötið er nánast eins og af villibráð. Lömb til manneldis eru ekki fóðruð á heyi eða fóðurbæti, séu þau ekki á afrétti ganga þau á útjörð eða túnum og eru alin á grasi, grænfóðri, lyngi og öðrum tegundum villts gróðurs sem vaxa á Íslandi. Líftíminn er stuttur – u.þ.b.4 mánuðir frá vori og fram á haust og vaxtartíminn gríðarlega hraður sakir þess hve kjarnmikið fóðrið sem þau éta er. Í rúmlega 1100 ár – eða síðan menn settust að á Íslandi hefur sauðfjárbúskapur verið stundaður með þessum hætti á Íslandi.

Merki Icelandic lamb er ætlað að staðfesta hreinleika og gæði þeirra afurða sem framleiddar eru á Íslandi, þrátt fyrir að ekki sé fyrir hendi lífræn vottun.

Meðfylgjandi er skemmtilegt myndband af göngum og réttum á Íslandi unnið fyrir Icelandic lamb. https://www.youtube.com/watch?v=whU2RloRHEg

Heimildir:
1
2.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0