Um allan heim eru steinefni að hverfa á miklum hraða úr jarðvegi sem notaður er til landbúnaðar. Þannig hafa undanfarin 100 ár að meðaltali eyðst um 85% steinefna úr jarðvegi á meginlandi N-Ameríku og samsvarandi tölur fyrir Evrópu eru 72% og Asíu 76%. Þessa gríðarlegu minnkun steinefna má rekja til “nýtýsku” matvælaframleiðslustefnu og iðnvæðingar landbúnaðarins – aukningu í notkun tilbúins áburðar og búskaparhátta sem krefjast hámarks afraksturs gegnum búskaparhætti sem miða að magnframleiðslu.

Þetta eru slæmar fréttir fyrir mannkynið og búfénað þess, sem reyðir sig á fóður sem framleitt er í þessum sama jarðvegi og þarf að sjá þeim fyrir nauðsynlegum næringarefnum.

Dr. Linus Pauling, tvöföldur Nóbelsverðlaunahafi segir, að hægt sé að rekja : ” öll veikindi, sjúkdóma og kvilla til steinefnaskorts.” Í fljótu bragði kann þetta að hljóma sem ýkjur en er fullkomlega rökrétt, sé tekið mið af því að steinefni eru undirstöðu einingar næringar og heilsu. Án þeirra virkar ekkert annað. Amínósýrur og ensím virka ekki og þar með brotna hvorki vítamín né önnur næringarefni niður né frásogast almennilega. Við getum endað uppi með meiriháttar skort bæði í vítamínum og steinefnum, þar sem keðjuverkun veldur því að ekkert í líkamanum starfar eins og það ætti að gera.

Ísland er eldfjallaland og þar er eldfjallajarðvegur. Eftir að hann hefur náð að veðrast og brotna niður og losa um næringarefni er slíkur jarðvegur mjög frjósamur. Á sama hátt er eldfjallaaska, sem dreyfist yfir landið í eldgosum full af næringarefnum sem með tímanum losna út í jarðveginn, og skilja þar eftir allskyns efni til bóta fyrir jarðvegslífið og það sem í honum vex.

Búsmali, þ.m.t. lömb sem er beitt á grös sem vaxa í þessum steinefnaríka jarðvegi, sem og villtar jurtir sem þrífast við þessar aðstæður, eru nýttar í vörur okkar hjá Pure Natura. Afurðir úr þessu hráefni eru einhverjar þær bestu sem hægt er að fá, hreinleiki einstakur og efnainnihald óskert eins og Móðir Náttúra lagði upp með.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0