Kóensím Q10 er vítamín-líkt efni og finnst í öllum frumum líkamans. Það er andoxunarefni líkt og E-vítamín og svipað að uppbyggingu, en er jafnvel talið enn öflugra í því tilliti.
Það er einnig kallað CoQ10 og Ubiquinol. CoQ10 leikur mikilvægt hlutverk í líkamanum og er næringarefni sem hefur reynst gagnlegt fyrir merkilega marga mismunandi heilsutengda þætti. Það er nauðsynlegt fyrir frumurnar til framleiðslu á orku og það hlutleysir skaðleg sindurefni. Það er talið gott fyrir hjartað og blóðrásina, til viðhalds eðlilegum blóðþrýstingi, það eykur súrefnismettun í vefjum og örvar ónæmiskerfið. Það getur einnig dregið úr hættu á fitulifur hjá fólki með offitu og það hægir á öldrun.
Lágt gildi CoQ10 getur stuðlað að nokkrum langvinnum hrörnurnarsjúkdómum s.s. sykursýki og vöðvarýrnun og það hefur einnig verið tengt við tannholdsbólgu. Lágt gildi B-vítamína og snefilefna, sem eru nauðsynleg fyrir nýmyndun CoQ10, eru ein aðal orsök fyrir lágu gildi þess í líkamanum. Það sama á við um notkun ákv. lyfja t.d. statin lyfja og Beta-blokkera, sem eyða CoQ10.

Líkaminn býr sjálfur til CoQ10 en það magn sem er til staðar í líkamanumm minnkar með hækkuðum aldri og getur verið lágt hjá fólki með krabbamein, ákv. erfasjúkdóma, sykursýki, hjartasjúkdóma og Parkinsons sjúkdóm.
CoQ10 er aðallega að finna í fiski og innmat. Af þeim innmat sem inniheldur CoQ10 er mest magn þess að finna í hjartanu og næstmest í lifrinni. Hjartavöðvinn er einnig það líffæri sem notar mest af CoQ10, þar sem hann þarf stöðuga orku allan sólarhringinn.
Vörurnar okkar Pure Heart og Pure Power innihalda CoQ10 í háu magni í samvirkni við mörg önnur góð næringar- og hjálparefni. Þau eru því tilvalin fæðubót fyrir almennt heilbrigði, með sérstaka áherslu á stuðning við hjartað.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0