Þreytta lifrin
Eitt er það líffæri sem þarf að huga að umfram önnur, en það er lifrin. Hún er það líffæri sem mest reynir á í óhófi í mat og drykk. Hún er í aðalhlutverki við að sjá um að gera eiturefni sem berast í líkamann eða verða til í honum við efnaskipti skaðlaus (afeitra þau). Svo þarf hún að koma þeim á form sem gerir líkamanum kleift að losa þau út í gegnum önnur hreinsilíffæri, húð, nýru og þarma. Eftir því sem álag á lifrina eykst (t.d. með mikilli neyslu þungs matar, áfengisdrykkju, sykuráti, lyfjum ofl.) verður starfsemi hennar hægari og getan til að vinna þetta verk minnkar. Verði álagið meira en hún hefur undan að ráða við, geta orðið til viðvarandi heilsufarsvandamál. Fólk fer þá að finna fyrir ýmsum heldur óskemmtilegum einkennum t.d. aukinni þreytu, höfuðverk, húðvandamálum, liðverkjum, meltingaratruflunum, einbeitingarskorti og minnisleysi, fitusöfnun, pirringi og mörgu fleiru. Það er því ekki úr vegi að taka það með inní myndina þegar farið er í aðgerðir eftir jólasukkið, að styrkja lifrina svo hún geti sem best sinnt sínu starfi og afeitrað líkamann, hraðað efnaskiptunum og unnið með eiganda sínum að bættri líðan og heilsu.
Eiturefni og afeitrun
Afeitrunarferlið sem lifrin sér um fer í grófum dráttum fram í tveimur skrefum. Til að það gangi, þarf ákveðin næringarefni fyrir hvort skref. Með því að sjá til þess að ekkert þeirra efna vanti og að sleppa neyslu óæskilegs matar, drekka vatn og hreinsandi te, hreyfa sig og svitna, hjálpar maður lifrinni og þar með líkamanum að létta á uppsöfnun eiturefna og hreinsa þau út. Við það eykst orkan, fitusöfnun minnkar og bæði líkamlegt og andlegt ástand batnar. Þau efni sem nauðsynleg eru fyrir fyrra stig afeitrunarferlisins eru B-vítamín (B2,B3,B6, Fólin, og B12), andoxunarefnið Glutaþíon, lifrarstyrkjandi jurtir svo sem mjólkurþistill eða túnfífill, karótenóíð (plöntulitarefni –rauð, gul og appelsínugul með andoxunar og bólguhemjandi eiginleika), P-vítamín (Flavioið andoxunarefni), A, E og C-vítamín. Seinna stigið þarf amínósýrurnar glútamín, glýsin, tárin og systeín auk ákv. plöntuefna.
HREINSUN frá Pure Natura – í boði náttúrunnar
Í Pure Natura bætiefnalínunni er að finna alveg frábært bætiefni fyrir lifrina sem heitir Hreinsun . Þessi blanda er úr lambalifur og sérvöldum íslenskum jurtum fyrir lifrina. HREINSUN frá Pure Natura inniheldur allt sem þarf fyrir 1.skref afeitrunarferlisins og allar nauðsynlegu amínósýrurnar fyrir 2.skrefið. Nokkur næringarefni sem finnast í miklu magni í lambalifur leika lykilhlutverk í viðhaldi orku, stuðla að eðlilegum efnaskiptum, styðja við starfsemi skjaldkirtils, nýtingu skjaldkirtirlshormóna og nægjanlegu súrefnismagni í blóði. Sjá https://purenatura.is/skjaldkirtilinn-og-naeringarefnin/ Hreinsun er ómissandi fyrir þá sem vilja byrja árið með hreinsun og styrkingu lifrarinnar eftir álag undangenginna vikna. Þá er Hreinsun frábær fyrir þá sem vilja styðja almennt við lifrarstarfssemi og góð efnaskipti daglega ekkert síður en tímabundið eftir neyslu óæskilegs mataræðis, lyfja, áfengis. Hreinsun hentar vel fyrir fólk á Paleo, lágkolvetna og Ketó-mataræði.