Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Mikilvægi steinefna

Grunnur góðrar heilsu veltur à þeirri næringu sem við neytum. Það hlýtur því að skipta máli hversu því hversu lífvænlegur jarðvegurinn er, sem elur það sem við borðum. Steinefni eru meðal nauðsynlegra næringarefna og því er mikilvægi þeirra umfjõllunarefni þessa bloggs.

Steinefnaríkur jarðvegur elur af sér heilbrigðar plöntur. Síðan eru þessar sömu plöntur fóður fyrir grasbíta og menn auk þess sem grasbítarnir eru síðar borðaðir af mönnum. Jurtir sem ræktaðar eru í góðum jarðvegi eru úrvals uppspretta allra næringarefna og það sama gildir um dýr sem alin er á slíkum plöntum, þ.e. sem vaxa í hreinum og heilbrigðum jarðvegi. Hvorutveggja er uppspretta steinefna, á formi sem líkaminn á auðvelt með að frásoga.

Það eru tvær tegundir af steinefnum: (macro) steinefni og svo snefilefni. Macro þýðir “stór” í grísku og líkaminn þarf þessi efni í meira magni en önnur steinefni. Þessi efni eru kalk, fosfór, magnesium, natríum, kalíum, klóríð og brennisteinn. Af snefilefnum þarf líkaminn aðeins lítið magn. Þessi efni eru járn, mangan, kopar, joð, sink, kóbalt, flúor og selen. Mismunandi steinefni hafa mismunandi kosti og ekki er hægt að segja að eitt steinefni sé mikilvægara eða gagnlegra en annað. Mannslíkaminn verður að halda réttum styrk mismunandi steinefna og sérstaklega er mikilvægt að hlutföll ákv. steinefna hvers gagnvart öðru séu í jafnvægi. Að öðrum kosti getur það haft áhrif til hins verra á allt kerfið.

Hver einasta lifandi fruma á þessari plánetu reiðir sig á steinefni til uppbyggingar og til þess að geta starfað rétt. Í líkama okkar virka steinefni sem coensím og öll starfssemi ensíma innifelur steinefni. Þau eru nauðsynleg fyrir nýtingu vítamína og annarra næringarefna, myndun blóðs og beina, fyrir heilbrigða taugavirkni og hjartslátt, æxlun og fósturþroska. Þau eru nauðsynleg til að vöxtur, heilun og gróandi geti átt sér stað, sem og við orkulosun. Nákvæmari lýsingar á virkni hvers og eins steinefnis er hægt að finna annarsstaðar t.d. á netinu fyrir þá sem vilja vita meira. Af þessu ætti þó að sjást hversu mikilvægt það er að steinefnabúskapurinn sé í lagi. Því hvetjum við hvert og eitt ykkar til bera ábyrgð á eigun heilsu og að fylgjast með steinefnabúskap líkamans.

Að lokum: Pure Natura nýtur þeirra forréttinda að hafa aðgang að hràefni sem sprottið er úr góðum og ómenguðum jarðvegi sem elur af sér fæðu með hàtt næringargildi

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0