Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Íslenska lambið - grasfóðrað og frjálst

GENGUR FRJÁLST UM Í ÍSLENSKRI NÁTTÚRU SÍÐAN 874

Ísland er strjálbýl eyja, þekkt fyrir hreina og óspillta náttúru. Þegar víkingar settust að á Íslandi, fyrir um 1200 árum, höfðu þeir með sér sauðfé sem hefur síðan þá, verið alið fyrir kjöt og ull, án utanaðkomandi áhrifa. Þessar kindur eru upprunalega skandinavíska tegundin og hefur þeim aldrei verið blandað saman við annað sauðfjárkyn.Á Íslandi er reglugerð og eftirlit með landbúnaði, búfjáraðstöðu, fóðrun og slátrun, afar sterk og í samræmi við reglur ESB.

Notkun eiturefna og lyfja í landbúnaði og búfjárrækt er afar lítil og hormón eða vaxtarörvandi lyf eru fáheyrð.

Fullorðnar kindur eru hafðar í fjárhúsum yfir vetrartímann þar sem þær geta gengið um húsin nokkurn vegin frjálsar. Þeim er gefið hey fram á vor þegar þau eiga lömbin sín. Yfir sumartímann, eða rétt eftir að lömbin eru fædd, eru þau flutt upp á hálendið að óbyggðum Íslands, þar sem þau flakka um frjáls meðan lömbin vaxa og dafna, ákveða sjálf hvað og hvenær þau borða og á hálendinu er góður aðgangur að vatni. Á haustin er þeim safnað saman fyrir veturinn. Um fjögurra mánaða aldur er langflest lömbin tekin upp til kjötframleiðslu.

Athyglisverð staðreynd – Það eru fleiri kindur á Íslandi en fólk

ÍSLENSKA LAMBIÐ

Öll lömb sem ræktuð eru á Íslandi eru 100% grasfóðruð, þau fá aldrei korn eða hey. Eina fóðrið sem þessi lömb fá er mjólk mæðra sinna, og gras ásamt jurtum og öðru sem hálendi Íslands hefur upp á að bjóða.

Lömbin hafa nær óendanlegt rými til að hreyfa sig, hvíla sig og njóta íslenskrar útiveru.
Þau komast í tært vatn og hreint loft og nærast á steinefnaríkri eldfjallajörð okkar. Þetta umhverfi gerir lömbin alveg einstök þegar kemur að næringargildi og hreinleika kjötsins og allra afurða þess.

Hreinleiki íslenskra sauðfjárafurða er á heimsmælikvarða

Afurðir lamba sem fóðruð eru á 100% hreinu grasi innihalda umtalsvert magn Omega-3 fitusýra, en skv. upplýsingum af vefsíðu George Mateljan Foundation (George M. er höfundur bókarinnar The world´s Healthiest Foods) inniheldur slíkt kjöt um helming þess magns omega-3 fitusýra sem finna má í þorski eða túnfiski. Kjöt af grasfóðruðum lömbum inniheldur einnig hina dýrmætu og heilsusamlegu fitusýru CLA (Conjugated linoleic acid).

“Fjöldi rannsókna sýnir að með aukinni inntöku CLA fitusýra fylgir bætt ónæmis-og bólgusvörun, bætt beinþéttni, jafnari blóðsykur, minni líkamsfita og betra viðhald vöðvamassa. Nýlegar rannsóknir sýna að kjöt grasfóðraðra lamba inniheldur næstum tvisvar sinnum meira magn CLA en af lömbum sem fóðruð eru á korni. Kjöt lamba sem eru á beit yfir vor og sumarmánuði virðast einnig geyma meira af CLA fitusýrum en kjöt þeirra sem einungis eru á beit á haustin og veturna. Enn hærra innihald virðist einnig vera í kjöti lamba sem beitt er á afrétt og óræktuðu landi”.Sjá: World healthiest food.

Grasfóðrað lambakjöt er framúskarandi góð uppspretta B12-vítamíns og Niacins en einnig annarra B-vítamína s.s. B1, B2, B6, folinsýru, biotin, pantothenic sýru og choline. Það er einnig góð uppspretta sinks og fosfórs.

Sjá nánar um næringaefnainnihald lambakjöts hér.

Prófanir staðfesta gæði og heilnæmi Pure Natura

Allar okkar framleiðslulotur eru prófaðar af óháðum rannsóknaraðila til að staðfesta gæði og heilnæmi vörunnar.  Vörur frá Pure Natura eru því lausar við alla þungmálma og eiturefni sem víða finnast í matvöru. Viðskiptavinir geta þannig treyst því að með því að kaupa vörur frá Pure Natura séu þeir að kaupa aðeins það besta.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0