VILLTAR ÍSLENSKAR JURTIR

MÁTTUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU

Við notum eingöngu villtar íslenskar jurtir í okkar blöndur. Jurtir sem hafa verið sérvaldar með tilliti til jákvæðrar virkni og hafa verið notaðar til heilsubóta í aldaraðir.

Ýmsar jurtir hafa lengi verið þekktar fyrir ýmsa heilsutengda eiginleika og víða eru jurtir mikið notaðar í lækningaskyni við hinum ýmsu kvillum og vandamálum.

Jurtirnar sem við notum vaxa villtar á óræktuðu landi og í óbyggðum, við bestu skilyrði; nægjanlegt sólarljós, hreint vatn, loft, og ómengaðan, frjósaman eldfjallajarðveg. Allar eru þær handtýndar af mikilli nærgætni á sjálfbæran hátt svo ekki sé hætta á að nýting þeirra skaði umhverfi og gróðurlendi.

Shopping cart
There are no products in the cart!
Continue shopping
0