VILLTAR ÍSLENSKAR JURTIR
MÁTTUR ÍSLENSKRAR NÁTTÚRU
Við notum eingöngu villtar íslenskar jurtir í okkar blöndur. Jurtir sem hafa verið sérvaldar með tilliti til jákvæðrar virkni og hafa verið notaðar til heilsubóta í aldaraðir.
Ýmsar jurtir hafa lengi verið þekktar fyrir ýmsa heilsutengda eiginleika og víða eru jurtir mikið notaðar í lækningaskyni við hinum ýmsu kvillum og vandamálum.
Jurtirnar sem við notum vaxa villtar á óræktuðu landi og í óbyggðum, við bestu skilyrði; nægjanlegt sólarljós, hreint vatn, loft, og ómengaðan, frjósaman eldfjallajarðveg. Allar eru þær handtýndar af mikilli nærgætni á sjálfbæran hátt svo ekki sé hætta á að nýting þeirra skaði umhverfi og gróðurlendi.
Öflug virkni íslenskra jurta er þekkt meðal fólks sem notar jurtir s.s. grasalækna og má eflaust þakka það hentugum vaxtarskilyrðum. Jurtirnar vaxa villtar á óræktuðu landi og í óbyggðum við bestu skilyrði, nægjanlegt sólarljós, hreint vatn og loft og ómengaðan, frjósaman eldfjallajarðveg.
Þær eru valdar af ábyrgð og handtýndar af nærgætin á sjálfbæran hátt svo ekki sé hætta á að nýting þeirra skaði umhverfi og gróðurlendi sem nýtt er.
Villtar íslenskar jurtir fá jákvæðara hlutverk
Einungis eru tíndar villtar íslenskar jurtir sem vaxa víða svo ekki er hætta á ofnýtingu eða skorti á hráefni. Engin eiturefni eða áburður eru notuð á þessar jurtir né eru þær tíndar nálægt stöðum þar sem slíkt er notað.
Dálítið merkilegt er að nokkrar aðal jurtirnar sem Pure Natura notar eru „illgresi“ í augum margra, svo sem fíflar, spánarkerfill og hvönn. Gott er að geta nýtt þessar plöntur, sem eru svo duglegar að skjóta upp kollinum í nálægð við okkur mannfólkið, okkur til heilsubótar og finna þeim þannig ný og jákvæðari hlutverk og ímynd.