Kostir lambs sem hráefnis

Hreinleiki íslenskra sauðfjárafurða á heimsmælikvarða

Afurðir lamba sem fóðruð eru á 100% hreinu grasi innihalda umtalsvert magn Omega-3 fitusýra, en skv. upplýsingum af vefsíðu George Mateljan Foundation (George M. er höfundur bókarinnar The world´s Healthiest Foods) inniheldur slíkt kjöt um helming þess magns omega-3 fitusýra sem finna má í þorski eða túnfiski. Kjöt af grasfóðruðum lömbum inniheldur einnig hina dýrmætu og heilsusamlegu fitusýru CLA (Conjugated linoleic acid).

“Vaxandi fjöldi rannsókna sýnir að aukin inntaka CLA fitusýra fylgir bætt ónæmis-og bólgusvörun. Bætt beinþéttni, jafnari blóðsykur, minni líkamsfita og betra viðhald vöðvamassa. Nýlegar rannsóknir sýna að kjöt grasfóðraðra lamba inniheldur næstum tvisvar sinnum meira magn CLA en af lömbum sem fóðruð eru á korni. Kjöt lamba sem eru á beit yfir vor og sumarmánuði virðast einnig geyma meira af CLA fitusýrum en kjöt þeirra sem einungis eru á beit á haustin og veturna. Enn hærra innihald virðist einnig vera í kjöti lamba sem beitt er á afrétt og óræktuðu landi”.Sjá: World healthiest food

Grasfóðrað lambakjöt er framúskarandi góð uppspretta B12-vítamíns og Niacins en einnig annarra B-vítamína s.s. B1, B2, B6, folinsýru, biotin, pantothenic sýru og choline. Það er einnig góð uppspretta sinks og fosfórs.

Sjá nánar um næringaefnainnihald lambakjöts hér.

0

Your Cart