Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Markfæði

Markfæði

purenatura-berries

Nafnið markfæði (functional food) dregur nafn sitt af því að þar er á ferð matur sem hefur þann tilgang að virka heilsubætandi fyrir neytandann umfram almenna fæðu.

Markfæði er fæða sem kemur náttúrulega fyrir, þ.e. öll innihaldsefni eru náttúruleg en ekki smíðuð á tilraunastofu. Venjuleg holl matvæli geta talist markfæði t.d. ávextir, sýrðar og gerjaðar mjólkurvörur, grænmeti og fiskur.

Markfæði er heilsueflandi matur

Með auknum skilningi á tengslum mataræðis og heilsu, leggja sífellt fleiri neytendur áherslu á fyrirbyggjandi aðgerðir frekar en meðhöndlun við veikindum sem komast mætti hjá. Margir hafa líka breytt lífsstíl og mataræði til að komast hjá því að kaupa dýr lyf.

Krónískir sjúkdómar sem tengja má við óheilsusamlegan lífsstíl eru, auk þess að skerða lífsgæði, ákaflega kostnaðarsamir fyrir sjúklinginn sjálfan sem og samfélagið allt. Það er því full þörf á að reyna að sporna við óheilbrigðum lifnaðarháttum og ýta undir það sem eflt getur heilsu. Útfrá þessum staðreyndum hefur hugmyndin um markfæði og framleiðslu þess þróast síðust áratugi. Í dag er mikill vöxtur í þessari framleiðslu og markaðurinn fyrir markfæði talinn vera sú grein innan matvælaiðnaðarins sem vex hvað hraðast um þessar mundir.

Hugmyndafræðin á bak við Functional food fellur einkar vel að gildum Pure Natura og er höfð að leiðarljósi við framleiðslu og vöruþróun þeirra matvæla og bætiefna sem það framleiðir.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0