Pure Natura notar eingöngu villtar íslenskar jurtir í blöndur sínar, sem hafa verið sérvaldar með tilliti til jákvæðrar virkni og hafa verið notaðar til heilsubótar um margar aldir. Engar jurtir eru notaðar sem talist geta hættulegar.
Öflug virkni íslenskra jurta er þekkt meðal fólks sem notar jurtir s.s. grasalækna og má eflaust þakka það hentugum vaxtarskilyrðum. Jurtirnar vaxa villtar á óræktuðu landi og í óbyggðum við bestu skilyrði, nægjanlegt sólarljós, hreint vatn og loft og ómengaðan, frjósaman eldfjallajarðveg. Þær eru valdar af ábyrgð og handtýndar af nærgætin á sjálfbæran hátt svo ekki sé hætta á að nýting þeirra skaði umhverfi og gróðurlendi sem nýtt er.
Villtar íslenskar jurtir fá jákvæðara hlutverk
Einungis eru týndar villtar íslenskar jurtir sem vaxa víða svo ekki er hætta á ofnýtingu eða skorti á hráefni. Engin eiturefni eða áburður eru notuð á þessar jurtir né eru þær týndar nálægt stöðum þar sem slíkt er notað.
Dálítið merkilegt er að nokkrar aðal jurtirnar sem Pure Natura notar eru „illgresi“ í augum margra, svo sem fíflar, spánarkerfill og hvönn. Gott er að geta nýtt þessar plöntur, sem eru svo duglegar að skjóta upp kollinum í nálægð við okkur mannfólkið, til heilsubótar og finna þeim þannig ný og jákvæðari hlutverk og ímynd.