Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Ofurfæða - superfoods

Hér er átt við matvæli sem innihalda fáar hitaeiningar og óvenju mikið magn vítamína og steinefna, sem hjálpa líkamanum að bægja frá sjúkdómum, auka heilbrigði og lengja líf. *
Ólíkt því sem er með tilbúin bætiefni og vítamín innihalda þau næringarefni sem styðja við hvort annað og koma þannig í veg fyrir ójafnvægi, sem kann að eiga sér stað þegar einangruð vitamin eru tekin inn.
Sum þeirra næringarefna sem ofurfæði inniheldur eru andoxunarefni, góðar fitur, trefjar og plöntuefnasambönd (phytochemicals).
Fyrir þá sem hafa slæmar matarvenjur og borða lélegan mat getur dagleg inntaka á vel valinni ofurfæðu skipt sköpum. Fyrir hina með venjulegar vestrænar matarvenjur er inntaka á ofurfæði einnig til bóta, þar sem ofurfæðan inniheldur næringarefni sem oft eru ekki í miklu magni í hefðbundnu mataræði þeirra.
Enn eru þó atriði sem vert er að hafa í huga. Það fyrsta er að jafnvel þó ákv. fæða sé í sjálfu sér heilsusamleg til neyslu, er óvíst að vinnsluferli hennar sé það eða jafnvel jarðvegurinn sem hún kemur úr.
Annað er, að þó ákv. fæða sé eyrnamerkt sem ofurfæða, þýði það að takmarka skuli mataræði sitt einvörðungu við hana. Stundum hættir fólki til að tileinka sér hugarfar sem snýst um “allt eða ekkert” þegar kemur að næringu. Að sjálfsögðu er fínt að borða eins oft ofurfæðu og hægt er, en lykillinn er að hafa fjölbreytlieika að leiðarljósi þegar matseðillinn er settur saman. Sem betur fer er til nóg af mat sem hefur hátt næringargildi þrátt fyrir að vera ekki merktur sérstaklega sem “ofur”. Þessvegna má segja, að allur óunninn matur úr helstu fæðuflokkunum geti kallast “ofur” og er því ákjósanlegur hluti af balanseruðu mataræði.
Að því sögðu langar okkur að segja ykkur aðeins frá áformum okkar hjá Pure Natura.

Nýjar vörur frá Pure Natura – ofurfæða
Haustið 2015 hófst þróun á vörum Pure Natura úr líffærum og kirtlum úr 100% grasfóðruðum lömbum í blöndu við villtar jurtir og grænmeti. Í janúar 2017 voru fyrstu fjórar vörurnar tilbúnar og aðrar fjórar í farvatninu. Í framtíðinni er stefnt á að framleiða bætiefni einungis úr íslenskum jurtum og grænmeti fyrir grænmetisætur og þá sem vilja auka inntöku á slíkri næringu á einfaldan máta. Þessi bætiefni er hægt að taka ein og sér eða með hinum bætiefnunum okkar úr líffærum og kirtlum.
Hráefnið í vörurnar er vandlega valið með tilliti til næringarinnihalds og heilsusamlegra áhrifa. Vinnsluferli hráefnisins er afar milt til að tryggja að dýrmæt innihaldsefnin ofhitni ekki eða skemmist við meðhöndlun.
Útkoman eru hágæða bætiefni, framleidd úr mismunandi ofurfæði og öðru hráefni með þekkta jákvæða eiginleika.

Við munum miðla upplýsingum um vörurnar og fyrirtækið jafnóðum og það þróast. Við komum einnig til ykkur upplýsingum um ýmislegt sem tengist því sem við erum að gera og vonum að sé áhugavert og til gagns fyrir ykkur.
Við vonumst til að þú fylgir okkur á þessu ferðalagi og hlökkum til að hafa þig með á facebook. Skoðaðu vefsíðuna og endilega láttu aðra vita af okkur.

Það skiptir okkur máli að deila hugsjónum um sjálfbærni og trú þeirri sem við höfum á gjöfum náttúrunnar.

* (Ekki er til nein ákv. skilgreining á þessu orði þó við leggjum þennan skilning í það).

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0