HREINSUN – lifrarstyrkjandi, hreinsandi, gegn bólgum og bjúg

(7 customer reviews)
Clear

HREINSUN

Frábær fyrir þá sem vilja styðja við lifrarstarfssemi sína daglega eða jafnvel stöku sinnum eftir neyslu óæskilegs mataræðis, lyfja, áfengis ofl.

Hreinsun er einstök blanda sem inniheldur lambalifur úr íslenskum lömbum og villtar íslenskar jurtir, ætlaðar til að styrkja lifur og styðja við lifrarstarfssemi og efnaskipti. HREINSUN inniheldur mikið magn fæðuunninna, auðnýtanlegra næringarefna fyrir lifrina. Blandan inniheldur sérvaldar handtýndar villtar jurtir, birki, fíflarót og hvannafræ, þekktar af jákvæðum áhrifum á lifur og lifrarstarfssemi. Þegar lifrin starfar eðlilega hreinsar hún blóðið, vinnur betur úr skjaldkirtilshormónum og líkaminn fúnkerar eðlilega.

Allar vörur frá Pure Natura eru unnar úr íslensku hráefni og villtar jurtir eru handtíndar í íslenskri náttúru.

HREINSUN frá Pure Natura er blanda úr lambalifur og jurtum og inniheldur aðeins minna af lifur en Næring. Jurtirnar eru þekktar af hreinsandi, afeitrandi, ónæmisstyrkjandi, bólgu- og bjúglosandi áhrifum.
HREINSUN bætiefnablandan er fyrir alla þá sem vilja hágæða næringu auk jurta, til að ýta undir betri almenna líkamsvirkni og virkni lifrarinnar, styðja við efnaskipti, skjaldkirtilinn og minnka bjúg og bólgur.

Varúðarráðstafanir: Hvönn hefur væga blóðþynnandi eiginleika og eykur hættu á blæðingum og marblettum. Notkun hvannar með öðrum blóðþynningarlyfjum getur lengt blæðingu. Hætta notkun að minnsta kosti 2 vikum fyrir fyrirhugaðan uppskurð. Hvönn getur gert húðina næmari fyrir sólarljósi. Ef þú notar hvönn skaltu nota sólarvörn þegar þú ert útivið, sérstaklega ef þú ert með ljósan húðlit.
Meðganga: Hvönn getur valdið samdrætti í legi og því ætti ekki að neyta hennar á meðgöngu.
Birki hefur væga vatnslosandi eiginleika

Pure Natura Pure power nutrition liver heart organs food supplement

Additional information

Magn:

60 hylki, 180 hylki, 180 hylki áfylling

7 reviews for HREINSUN – lifrarstyrkjandi, hreinsandi, gegn bólgum og bjúg

 1. Hanna Dóra Björnsdóttir

  Vara sem virkar! Finn vel merkjanlegan mun á minni vökvasöfnun í líkamanum síðan ég fór að taka Pure liver reglulega. Mæli með!

 2. Sigurveig Dögg Þormóðsdóttir (verified owner)

  Þessi elska er pottþétt í “góðir hlutir gerast hægt” flokknum. Var búin að taka þetta samviskusamlega í 2 mánuði, fannst lítið gerast og hætti – en þá helltist aftur yfir mig sykurlöngunin, stirðleiki í liðum á morgnana og allskyns óþægindi sem ég var búin að gleyma að höfðu verið flygifiskar mínir árum saman! Ég mun ekki klikka á þessu aftur 😉

 3. Steinunn Arnljótsdóttir

  Ég hef góða reynslu af þessu til að rétta af járnbúskapinn í líkamanum og minnka vökvasöfnun.

 4. Sævar Haraldsson

  Get ekki verið án þessa stöffs. Fer aftur heim að sækja töflur ef ég gleymi að taka þær. Þær hafa gjörsamlega bjargað mér.

 5. Siríður Halldóra Sveinsdóttir

  Þetta er algjörlega magnað bætiefni, var allt of lág í járni, en síðusu 5 ár hef ég tekið þetta bætiefni inn daglega og það er allt í himna lagi með járnið. Ég er orkumeiri og finn varla fyrir verkjum í líkamanum.

 6. HAlldór Gunnlaugsson

  Tekið þetta daglega í 3 ár og get ekki án þessa verið og finnst frábært að vita til þess að alveg sama hversu lítið vandað fæðið er þennan daginn þá er ég búinn að fá allt sem líkaminn þarf af vítamínum og steinefnum. Takk fyrir þessa frábæru vöru.

 7. Soffía Helga Valsdóttir (verified owner)

  Eftir að hafa tekið þetta inn í stuttan tíma fann ég mikinn mun. Laus við verki og stirðleika í hnjám sem hafa verið að angra mig í langan tíma. Hreyfanleiki meiri og þoli nú lengri göngur án þess að bólgur hlaupi í hnén.

Add a review

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

0

Your Cart