Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Pure Natura-allt sem þú þarft að vita

Í þessu síðasta bloggi sem á birtist meðan Karolina fund söfnunin er í gangi, langar okkur að ræða um fyrirtækið okkar Pure Natura, tilgang þess og hugsjón stofnendanna.
Hvað erum við að fara að gera ? Við ætlum að framleiða hrein fæðuunnin bætiefni úr innmat og kirtlum úr íslenskum lömbum í bland við heilsujurtir og valið grænmeti.
Hvers vegna ætlum við að gera það? Það er staðföst trú okkar að auka þurfi sjálfbærni og nýta betur þær auðlindir sem íslensk náttúra býður okkur í formi lambakjöts og villtra jurta.
Er þörf á fleiri fæðubótarefnum til viðbótar við þann hafsjó bætiefna sem er á markaði nú þegar? Já, við teljum svo vera. Í raun erum við þess fullvissar að Pure Natura bætiefnin hafi slíka sérstöðu að það sé í raun sár vöntun á þeim.

Í boði náttúrunnar
Vörurnar okkar eru einstakar vegna þess að þær eru búnar til af móður náttúru og líkamar okkar vita hvernig þeir eiga að vinna úr þeim og nýta þær sem best.
Við höfum trú á að þróa og framleiða hágæða næringu og bætiefni fyrir nútíma fólk, úr ómenguðu og stundum ,,gamaldags” íslensku hráefni. Þetta hráefni, sem er búið til af náttúrunni sjálfri, á sér langa sögu, en hefur fallið í gleymsku hjá yngri kynslóðum.
Við nýtum okkur tæknina og breytum þessari ofurfæðu í vöru sem einfalt og þægilegt er að taka inn reglulega, án þess að fólk þurfi að elda eða setja fyrir sig bragð eða áferð sem samræmist ekki smekk. Vörurnar koma í hylkjum sem einfalt er að taka með vatnsglasi, með morgunmatnum. Mild vinnsluaðferð tryggir að næringarefni, ensím, fitusýrur, andoxunarefni, prótein, virk plöntuefni, ilmkjarnaolíur og annað úr hráefninu skili sér sem best til neytandans. Við blöndum engum fylliefnum í vörurnar okkar – þær eru algerlega hreinar.
Það gerist ekki mikið einfaldara að borða hollt.

Win-Win
Við viljum að framleiðslan sé sjálfbær og nýtum hliðarafurðir sem annars eru verðlitlar eða er jafnvel hent. Við búum til úr þeim næringarríkar hágæðavöur, til hagsbóta fyrir alla sem að koma, bóndann sem fær vonandi meira fyrir lambið, sláturhafann sem þarf ekki að greiða fyrir förgun á hliðarafurðunum, neytandann sem nýtur góðs af með bættri heilsu, náttúruna með fullnýtingu afurða og minni mengun og fyrir fyrirtækið Pure Natura.
Verkefnið er atvinnuskapandi, umhverfisvænt, með þrjár konur í fararbroddi.
Grunnurinn að öllu þessu er óbilandi trú á íslenskri náttúru sem uppsprettu hreinna og hollra afurða. Það er einlæg von okkar að sem flestir fái notið gjafa hennar í gegnum Pure Natura vörurnar.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0