Góð heilsa og Selen
Selen er eitt hinna svokölluðu snefilefna, en þau bera það nafn vegna þess hve lítið þarf af þeim. Þrátt fyrir það eru þau svo mikilvæg, að verði skortur á þeim veldur það meiri eða minni heilsuröskun og eru þau því lífsnauðsynleg. Selen er í smæð sinni svo mikilvægur næringarþáttur, að gnægð þess eða skortur kann að ráða miklu um líf og heilsu.
Selen finnst í jarðvegi, ákveðnum matvælum og í öllum frumum líkamans. Mest er af því í beinum, vöðvum, kynkirtlum og sæði og skjaldkirtillinn inniheldur meira magn selens per gramm en nokkurt annað líffæri í líkamanum.
Selen hefur gríðarstóru hlutverki að gegna til viðhalds góðri heilsu. Aðalhlutverk þess er að verja líkamann; það styrkir ónæmiskerfi hans, er öflugur andoxari og spilar lykilhlutverk í að viðhalda eðlilegum efnaskiptum. Selen hefur bólgu- og veirueyðandi áhrif og mögulega virkni gegn krabbameini. Það er nauðsynlegt fyrir frjósemi bæði karla og kvenna og til að æxlun geti átt sér stað og það minnkar líkur á sjálfsónæmis- og skjaldkirtilssjúkdómum. (Sjá meira um skjaldkirtilinn: https://purenatura.is/skjaldkirtilinn-og-naeringarefnin/)
Fyrirbyggjandi áhrif á heilsu
Þá hjálpar það fólki með þrálátan astma og ver fyrir hjarta- og æðasjúkdómum og minnkar hættu á slitgigt. Það kemur í veg fyrir og dregur úr kvíða og þunglyndi og rannsóknir eru í gangi varðandi hugsanleg fyrirbyggjandi áhrif þess á elliglöp. Þá er verið að skoða selengjöf sem meðferðarúrræði við Alzheimers sjúdómnum, en frekari rannsókna er þörf þar á.
Þrátt fyrir nauðsyn efnisins er selenskortur víða stórt vandamál og talið að um 1 billjón manns um allan heim þjáist af honum. Þá er og talið að enn fleiri neyti minna magns daglega af seleni en þarf er til að efnið nái að verja líkamann gegn sjúkdómum. Selenskortur er víða í jarðvegi og bændur bera oft selenblandaðan áburð á tún sín og akra til fóðurframleiðslu fyrir búpening. Það gera þeir til að viðhalda frjósemi gripa og komast hjá vanhöldum og heilsubresti orsökuðum af selenskorti í fóðri.
Selenskortur og sjúkdómar
Fólki með ákveðna sjúkdóma er hættara við selenskorti en öðrum. Þetta eru t.d. einstaklingar með HIV, Crohn´s sjúkdóm og aðra sjúkdóma þar sem frásog næringarefna er raskað. Þá er fólki sem býr á svæðum þar sem lítið selen er í jarðvegi hættara við skorti en hinum, sem búa við selenríkari jarðveg. Skandínavía og Danmörk eru meðal selensnauðra jarðsvæða en á Íslandi er meira selen í jarðvegi en annarsstaðar á Norðurlöndum. Íslenskt berg er víðast basískt og þess vegna selenríkt og vísbendingar eru um að úthagagróður sé selenríkur. (Sjá blog um íslenskan eldfjallajarðveg: https://purenatura.is/islenskur-eldfjallajardvegur/ )
Meira er ekki endilega betra
Selen er viðkvæmt fyrir háum hita og harkalegum vinnsluaðferðum og því eru bestu selengjafar lítið unninn eða óunninn matur. Helstu uppsprettur selens í mat eru brasilískar hnetur, egg, fiskafurðir, kjöt og innmatur sláturdýra svosem hjörtu, lifur og nýru. Selen í kornvörum er mjög breytilegt eftir því hvar þær er ræktaðar, jafnvel innan landa og fer eftir jarðveginum. Selen er einnig hægt að taka inn sem bætiefni. Nýting þess er misgóð eftir því á hvaða formi það er, t.d. nýtist selen á formi selenomethionine meira en 90% en aðeins um 50% úr selenite. Aðgát skal höfð við inntöku selen-bætiefna og varast að taka meira en ráðlagðan dagskammt. Hér eins og svo víða annarsstaðar gildir hinn gullni meðalvegur.
Samantekt: hvernig selen gagnast líkamanum:
- Styrkir ónæmiskerfið – lykil næringarefni til að vinna gegn þróun vírusa og nauðsynlegt til að ónæmiskerfið virki.
- Öflugur andoxari – ver líkamann fyrir skaðlegum áhrifum súrefnis (þránun).
- Aðstoðar mögulega líkamann að verjast krabbameini –Vinnur í samvirkni með öðrum öflugum andoxunarefnum svosem E-vítamíni og Glútaþíon að því að verja erfðaefni frumanna og minnka þannig hættu á stökkbreytingum og æxlismyndun.
- Bætir blóðflæði og minnkar líkur á hjartasjúkdómum – talið geta verið til bóta fyrir hjartaheilsu með því að minnka bólgur, auka blóðflæði og aðstoða með andoxunarvirkni.
- Selen virkar sem hvati til framleiðslu á virkum skjaldkirtisshormónum og er nauðsynlegt til að skjaldkirtillinn virki eðlilega ekkert síður en Joð.
- Eykur langlífi gegnum áður upp talin atriði.
- Getur hjálpað til við að auka frjósemi – Selen er nauðsynlegt til að hreyfigeta sæðisfrumna og hegðun sé eðlileg og einnig eykur það blóðflæði til getnaðarlims.
- Hefur góð áhrif á þunglyndi og kvíða.
- Hjálpar mögulega til við að draga úr einkennum þráláts astma.
- Nýtist vel í baráttunni við slitgigt, sérstaklega í hnjám.
Bætiefnalína Pure Natura
Neysla innmatar hefur í seinni tíð dottið niður á Vesturlöndum, sérstaklega meðal yngra fólks. Það er miður, því lifur, nýru, hjörtu og annar innmatur grasfóðraðs búsmala er einhver næringarefnríkasti matur sem hægt er að neyta. (Sjá nánar næringarefnatöflu ISGEM: https://purenatura.is/ofurfaeda/ ) Innmatur hefur algera sérstöðu hvað varðar næringarefnainnihald þ.m.t. selen. Það má raunar kalla hann næringarsprengju, fullan af vítamínum, steinefnum, snefilefnum, fitum, ensímum, próteinum, hjálparefnum ofl. og það sem meira er, öll þessi efni koma á auðupptakanlegu formi og í samvirkni hvert við annað. Almennt má segja að slíkur matur innihaldi á bilinu 10-100 sinnum meira magn næringarefna en vöðvar sama dýrs. Á Íslandi erum við enn svo lánsöm að búsmalinn getur gengið á landi sem inniheldur mikið magn næringarefna og gefur af sér fóður með hátt næringarefnainnihald. Afurðir búsmala sem gengur á slíku landi eru einstaklega heilsusamlegar. https://purenatura.is/mikilvaegi-steinefna/
Pure Natura bætiefnin , sem unnin eru úr innmat og jurtum og innihalda góðan skammt af seleni. Innihaldsefni koma úr nærumhverfi og eru meðhöndluð af varfærni til að skemma þau ekki, hreinsuð, kaldþurrkuð, möluð og hylkjuð . Bæði innmaturinn og jurtirnar eru hráfæði (https://purenatura.is/hrafaedi/ ). Markmiðið er að dýrmæt næringarefnin skili sér óskemmd og á sem hreinustu og öflugust formi til neytandans og það hefur tekist, eins og fjöldi ánægðra viðskiptavina ber vott um.
Vörulína
Heimildir:
1: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/11869071
2: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/18463429
3. https://mentalhealthfood.net/selenium-a-micro-nutrient-with-a-mega-impact/
4. https://ods.od.nih.gov/factsheets/Selenium-HealthProfessional/
6. http://www.matis.is/media/utgafa/matra/Matra%202000_OlafurR_Snefilefni_FjolritRALA204.pdf
7. https://heilsuhringurinn.is/1984/04/02/selen-se/