Pure Heart – næring og jurtir fyrir hjarta og æðakerfi

kr.4.990kr.9.990

Pure Heart – Hjartastuðningur

Blandan Pure Heart inniheldur íslensk lambahjörtu og villijurtir, vallhumal, baldursbrá, burnirót og birki. Varan sameinar á einstakan hátt stuðning við hjarta og æðakerfi með hreinni næringu og sérvöldum jurtum.

Pure Heart inniheldur fjölda góðra næringarefna fyrir hjarta og æðakerfi s.s. Co-ensím Q10 auk amínósýranna Taurine og Lysine en einnig kollagen og elastín sem nauðsynleg eru m.a. fyrir heilbrigðan tengivef, liðamót og meltingarveg. Pure Heart inniheldur mikið af B12 vítamíni, sem stuðlar að eðlilegum efnaskiptum homocystein, eðlilegri myndun rauðra blóðkorna, dregur úr þreytu og sleni og styrkir ónæmiskerfið.

Pure Heart er fyrir alla þá sem vilja hugsa vel um hjartað sitt.

Allar vörur frá Pure Natura eru unnar úr íslensku hráefni og villtar jurtir eru handtíndar í íslenskri náttúru.
Blandan inniheldur: íslensk lambahjörtu, vallhumal, baldursbrá, burnirót og birki.

Clear

Description

Pure Heart er fæðubótarefni í hylkjum úr kaldþurrkuðum og möluðum hjörtum úr íslenskum lömbum og sérvöldum, íslenskum villijurtum. Varan sækir innblástur í næringarfræði, hómópatíu og grasalækningar.

Blandan inniheldur öll þau næringarefni sem er að finna í okkar eigin hjartavöðva s.s. B12 og Coensím Q10, auk róandi, styrkjandi, bólgueyðandi og hreinsandi jurta. Þessi blanda er sérstaklega hugsuð fyrir þá sem vilja fara vel með sig og hjartað sitt og þá sem eru komnir á miðjan aldur. Einnig góð til skiptis við aðrar Pure Natura-vörur til að fá inn fjölbreyttari næringarefni og virkni.
Pure Heart gefur næringu fyrir hjarta- og æðakerfi auk jurtavirkni sem m.a. jafnvægisstillir taugakerfið og hefur góð áhrif á neytandann og þar með hjartslátt og almenna líðan.

Varúðarráðstafanir: Fólk með heymæði eða astma ætti að gæta varúðar þegar jurtir eins og baldursbrá og vallhumall eru notaðar. Þær geta valdið versnun á einkennum. Baldursbrá getur aukið áhrif sumra blóðþynningarlyfja og vallhumall getur dregið úr blóðstorknun; Hætta skal inntöku hylkjanna a.m.k. 2 vikum fyrir áætlaðan uppskurð. Birki hefur væga þvagræsandi eiginleika, þeir sem taka þvagræsilyf þurfa að vera meðvitaðir um að ofþorna ekki ef þeir taka inn Pure Heart með slíkum lyfjum.

Pure Natura Pure power nutrition liver heart organs food supplement Pure Heart fæðubótarefni

Additional information

Magn:

60 hylki, 180 hylki, 180 hylki áfylling