Sumir virðast hafa endalaust úthald og orku til allra hluta á meðan aðrir eru orkulausir, sama hve oft og lengi þeir hvíla sig. Heilnæm fæða stuðlar að vellíðan og gefur orku, á meðan léleg næring orsakar vanlíðan og orkuleysi. Lifur er einstök hvað varðar magn og fjölbreytileika næringarefna og inniheldur á bilinu 10-100 sinnum meira af þeim en vöðvar sama dýrs. Hana mætti því með sanni kalla ofurfæðu.
Nokkur næringarefni sem finnast í miklum mæli á auðnýtanlegu formi í lifur leika lykilhlutverk í að viðhalda orku. Þau stuðla að eðlilegum efnaskiptum, styðja við starfsemi skjaldkirtils, nýtingu skjaldkirtilshormóna og nægjanlegu súrefnismagni í blóði. Þessi efni eru: A-vítamín, B-12 & B6-vítamín, járn, kopar, sink og selen.
Til að orkubúskapurinn sé eðlilegur skiptir öllu máli að skjaldkirtillinn virki eins og best verður á kosið, því hann er ábyrgur fyrir framleiðslu hormóna sem stjórna efnaskiptum og bruna . Eitt af þeim efnum sem hann þarf til þess er A-vítamín, sem lifur er besta uppspretta af. Án þess er geta líkamans til að framleiða hormónið TSH (sem stýrir starfsemi skjaldkirtilsinins ) takmörkuð og líkaminn getur ekki nýtt skjaldkirtilshormónin, þó nægjanlegt magn sé af þeim í blóðinu.
Vanvirkni skjaldkirtils hefur gríðarleg áhrif á líkamlega og andlega líðan. Hún truflar t.d. getu líkamans til að frásoga næringarefni þ.m.t. B-vítamín, en skortur á þeim er oft tengdur við orkuleysi. B12 leikur lykilhlutverk í efnaskiptum og hjálpar líkamanum við að breyta kolvetnum í glúkósa eða sykur, sem er brennt til þess að framleiða orku. Skortur á því kemur fram sem orkuleysi og þreyta. B6 vítamín er nauðsynlegt fyrir efnaskipti eggjahvítu og við framleiðslu blóðrauða. Vöntun á því kemur fram í blóðleysi sem svipar til blóðleysis af völdum járnskorts, sem m.a. lýsir sér í orku- og úthaldsleysi. Það hefur einnig örvandi áhrif á skjaldkirtilinn og slær á matarfíkn. Ýmis lyf s.s. getnaðarvarnarpillur, sýklalyf, bólgueyðandi lyf ofl. eyða þessum vítamínum úr líkamanum og þarf því að passa að fá nægjanlegt magn af þeim reglulega í gegnum mat.
Snefilefnin kopar, sink og selen sem öll er að finna í lifur, spila hlutverk í efnaskiptum skjaldkirtilshormóna og vöntun á einhverju þeirra getur verið meðvirkandi þáttur hjá fólki með einkenni vanvirks skjaldkirtils.
Járnskortur og blóðleysi er ástand sem verður til þegar ekki er nægjanlegt magn járns í blóðinu til að framleiða hemóglóbin, en það gerir rauðu blóðkornunum kleyft að bera súrefni um líkamann. Blóðleysi af völdum járnskorts getur orðið til fái maður ekki nægjanlegt magn járns í matnum, líkaminn sé ófær um að taka það upp, á meðgöngu eða vegna blóðmissis. En hver sem ástæðan er getur vöntun á járni orsakað mikil þreytueinkenni.
Af því sem að framan er talið má ljóst vera, að í lifur er að finna helstu næringarefni sem þekkt eru af góðum áhrifum á orkubúskapinn, á formi sem líkaminn á auðvelt með að vinna með. Enn er þó ótalinn einn þáttur, sem kallaður hefur verið ,,Antifatigue factor”(andþreytu-þáttur). Í rottutilraun sem framkvæmd var árið 1951 kom fram óyggjandi mikill munur á úthaldi og orku þeirra rotta, sem voru fóðraðar á lifur miðað við hinar sem fengu annað fóður. Hugsanlega var þar um að ræða samvirkni allra þeirra næringarefna, bæði þekktra og óþekktra, sem í lifrinni finnast en það er þó ekki vitað. Hvað um það, þessi þáttur virðist vera til staðar og hefur gert það að verkum að lifur til að auka orku og úthald er ákaflega eftirsótt hjá íþrótta- og líkamsræktarfólki.
Bætiefnin NÆRING og HREINSUN innihalda íslenska lambalifur og HREINSUN inniheldur einnig jurtir sem styðja við efnaskiptin og skjaldkirtilinn.