VIÐ ERUM PURE NATURA

Okkar markmið er að færa þér hágæða fæðubótarefni
úr íslenskri ofurfæðu til að styðja við þína vegferð
að bættum árangri, orku og heilsu!

UPPHAF PURE NATURA

Pure Natura var upphaflega stofnað af þremur frumkvöðlakonum og á rætur sínar að rekja til Sauðárkróks. Öll framleiðsla fer enn í dag fram á Sauðárkróki og þá er það stofnandinn og framkvæmdarstjórinn Hildur Magnúsdóttir sem sér um alla framleiðslu á vörum Pure Natura.

Markmið Pure Natura er einfalt og hefur haldist óbreytt frá upphafi.
Að framleiða hágæða náttúruleg fæðu unnin fæðubótarefni fyrir fólk sem vill bæta heilsuna sína, orku og vellíðan.

Fyrirtækið var stofnað með það að leiðarljósi að hjálpa fólki að öðlast bætta heilsu, tryggja velferð þeirra dýra sem við vinnum með, styðja við íslenska bændur, auka nýtingu íslenskra afurða, lágmarka umhverfismengun og skapa atvinnutækifæri í nærumhverfi.
Hingað til hefur þetta gengið vel hjá okkur og við munum sífellt leggja okkar af mörkum til þess að missa ekki sýn á þessum gildum.

HILDUR MAGNÚSDÓTTIR
STOFNANDI OG FRAMKVÆMDARSTJÓRI PURE NATURA

Hildur hafði átt við langvarandi heilsuvandamál að stríða þegar hún kynntist styrk náttúrulegra efna eins og kirtla og kryddjurta sem lausnum við heilsufarsvandamálum sínum.

 

Við þessa uppgötvun varð til neistinn sem síðar kveikti á hugmyndinni að Pure Natura. Að nýta innihaldsefni úr íslenskri náttúru og búa úr þeim öflug heilsubætandi fæðubótarefni.

 

Árið 2015 gerði Hildur Pure Natura að veruleika og hóf framleiðslu á náttúrulegum fæðubótarefnum úr okkar upprunalegu íslensku ofurfæðu. Pure Natura er fyrsta fyrirtækið í heiminum til að nýta innmat úr lömbum sem fæðubót.

 

Hildur er með meistaragráðu í fjármálum og alþjóðaviðskiptum. Áður en Pure Natura varð til starfaði Hildur sem viðskiptaráðgjafi hjá sveitarstjórnum á Norðurlandi.
Frá því að Pure Natura varð að veruleika hefur hún sinnt því að fullu og ekki litið til baka síðan.

 

Í dag býr Hildur á bæ í Skagafirði með eiginmanni sínum, þremur börnum, hestum, kjúklingum, hundum, köttum, kanínum og öðrum dýrum. Fjölskyldan lifir að miklu leyti af því sem landið þeirra hefur upp á að bjóða með því að rækta eigið grænmeti og ávexti ásamt því að planta trjám til að styðja við umhverfið.

Hildur eyðir mestum frítíma sínum úti í náttúrunni, fer í langar hestaferðir og slakar á í náttúrulaugum Norðurlands.

RAFN FRANKLÍN HRAFNSSON
MEÐEIGANDI OG SÖLU- OG MARKAÐSSTJÓRI PURE NATURA

Rafn Franklín er heilsuráðgjafi, þjálfari og leiðir einkaþjálfun í Hreyfingu. Rafn er einnig stofnandi fyrirtækisins og hlaðvarpsins 360 Heilsa.

Heilsa og hreyfing hafa verið órjúfanlegur hluti af lífi Rafns Franklíns alla ævi.

Hann hefur fjölbreyttan bakgrunn í íþróttum og byrjaði 14 ára gamall að stunda lyftingar sem hann síðar keppti í. Eftir árabil í kraftlyftingum hóf Rafn að dýpka þekkingu sína í heilsutengdum málefnum og heildrænum lífsstíl.

Síðan þá hefur Rafn sökkt sér í nám, fræði og greinar með það markmið að hámarka heilsuna – frá næringu, svefni og hreyfingu til öndunar og andlegs vaxtar. Rafn hefur lokið Check Excercise specialist level 2, Functional Nutritional Alliance, American Council on Exercise.

Rafn horfir á heilsuna í gegnum linsu þróunarsögunnar. Hvernig forfeður okkar náðu að hámarka heilsu sína og hversu mikilvæg þróunarsagan er þegar kemur að hollu og hreinu mataræði. Út frá þessum kviknaði áhugi hans á innmat og einstökum næringar eiginleikum hans.

Ásamt því að leita stöðugt í nýja þekkingu og fræðslu hjálpar Rafn fólki að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl með heilsuráðgjöf, þjálfun, fyrirlestrum, bókaskrifum og í gegnum podcastið sitt, 360heilsa.

 

OKKAR LOFORÐ TIL ÞÍN 

 

 

HREINLEIKI 

Við gætum að hreinleika í framleiðslu varanna okkar. Við nýtum hreinar íslenskar afurðir úr óspilltri íslenskri náttúru sem tryggir okkur hreina og góða næringu. Íslensku lömbin fá að ráfa um frjáls í náttúrunni allt sitt líf, lifa einungis á grasi og því sem náttúran býður upp á, fá engin sýklalyf, vaxtarhormón eða önnur óæskileg efni. Jurtirnar sem við notum finnast flestar villtar í íslenskri náttúru langt frá mengun borgar og bæja.

 

GÆÐI

Við framleiðum okkar fæðubótarefni beint úr ofurfæðu náttúrunnar. Við trúum því að náttúran viti betur en nútíma vísindi þegar kemur að því að útbúa hina fullkomnu samsetningu á mismunandi vítamínum, steinefnum og næringarefnum. Til að varðveita öll næringarefni varanna okkar sem best notum við sérstaka NASA frostþurrkunartækni. Hreinleiki íslenskra sauðfjárræktar gerir okkur kleift að bjóða vörur sem eru 100% lausar við skordýraeitur, hormón, sýklalyf og önnur óæskileg efni.

 

HEIÐARLEIKI

Þú getur treyst okkur til að færa þér vörur í hæsta gæðaflokki. Okkar markmið er að framleiða vörur sem styðja við þína heilsu, orku og árangur. Allar okkar vörur eru þróaðar útfrá nýjustu tækni og næringarvísindum ásamt þeirri visku sem hefur flyst milli kynslóða um næringarmátt innmatar.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0