Hreinar matvörur og merkingar þeirra

Á undanförnum árum hefur áhugi neytenda í auknum mæli beinst að hreinum matvörum. Heilsu-meðvitaðir neytendur vilja vita hvaða efni það eru sem þeir setja inn í líkama sinn og það má segja að hreinar matvörur “Clean label” sé nýtt norm þegar kemur að matar- og drykkjarvörum. Rúmlega 73% neytenda eru tilbúnir til að greiða aukalega fyrir slík innihaldsefni og árið 2017 voru Clean label vörur 33% af matar- og drykkjarvörum […]

Íþróttir og fæðubótaefni

Markaðurinn fyrir fæðubótarefni tengd íþróttaiðkun er vaxandi. Hann hefur þróast hratt í áttina frá því sem hann upprunalega var, þ.e.a.s. aðallega tengdur íþrótta- og vaxtarræktarfólki, í átt að mun breiðari hópi og innifelur nú heilsumeðvitaða neytendur allstaðar að úr þjóðfélaginu. Þetta er m.a.til komið vegna samfélagsmiðlanna og þeirra tískusveiflna og vakningar á sviði líkamsræktar og heilbrigðs lífernis sem þar er að finna. Með vaxandi áhuga á hreysti og heilsu, lífrænum […]

Landsmót UMFÍ á Sauðárkróki-Pure Natura verður á staðnum

Landsmótið er sannkölluð íþróttaveisla sem fram fer á Sauðárkróki 12. – 15. júlí 2018. Á mótinu er hægt að velja fleiri en 30 íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks. Pure Natura mun verða á staðnum og kynna vörur sínar fyrir gestum hátíðarinnar alla helgina. Ráðleggingar, prufur og góð verð af þessum íslensku bætiefnum sem henta einkar vel fyrir alla þá sem velja eingöngu hrein og aukaefnalaus bætiefni úr hágæða íslenskum hráefnum. […]

Mikilvægustu næringarefnin fyrir karla

Flestir karlmenn sem borða heilsusamlegt og hreint fæði fá þau næringarefni sem þeir þurfa, að miklu eða öllu leyti úr matnum. Þannig byggja menn upp og viðhalda góðri heilsu. Margir karlmenn sem lifa á dæmigerðu vestrænu mataræði upplifa þó næringarefnaskort, sem orskast oft af því hve lítið þeir borða af grænmeti og ávöxtum og skorti á sólarljósi. Vöntun á Magnesíum, D-vítamíni og B12 vítamínskortur er algengur. Sumir karla þurfa á […]

Endurnýjanleg orka

Þegar talað er um endurnýjanlega orku er átt við þá orku sem kemur frá orkulind sem minnkar ekki, heldur endurnýjar sig stöðugt þó tekið sé af henni. Dæmi um þetta er t.d. orka frá sól, vindi, jarðhita, vatnsorku, lífmassa ofl. Skv. tölum Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) fyrir árin 2014-2016 er einungis 22% raforku í OECD ríkjum framleidd með endurnýjanlegum hætti. Restin, þ.e.a.s. 60% orkunnar eru framleidd með jarðefnaeldsneyti og 18% með kjarnorku. […]

Pure Nutrition – Alvöru næringarsprengja

Samþjappað magn margra nauðsynlegra næringarefna; vítamína, stein- og snefilefna, ensíma og annarra samvirkandi efna sem hjálpa líkamanum við upptöku og nýtingu. Í tveim belgjum af Pure Nutrition er jafn mikið A-vítamín og í 350-400 gr. af brokkolíi, B1 vítamín í sama magni og fæst úr 300 gr. af soðnum linsubaunum, B2 vítamín á við það sem er í 500 gr.af möndlum, Níasín í magni sem fæst úr 700 gr. af […]

Bestu næringarefnin fyrir konur, áhættuþættir og mismunandi aldurskeið

Góð heilsa byggir á næringu, vatnsdrykkju, reglulegri hreyfing, nægjanlegri hvíldi og andlegu og tilfinningalegu jafnvægi. Þörf fólks fyrir næringarefni er einstaklingsbundin, misjöfn eftir kyni, aldri, starfi, búsetu ofl. Góður grunnur ákveðinna þekktra vítamína og steinefna er þó nauðsynlegur hverri manneskju til að líkami hennar geti starfað eðlilega og eru þar nefnd til sögunnar 13 vítamín og 16 steinefni. Auk þeirra eru ýmis önnur næringarefni s.s. jurtir, fitusýrur (omega), amínósýrur, sykrur […]

Icelandic lamb – fyrsta verndaða afurðaheitið á Íslandi

Pure Natura er í samstarfi við Icelandic lamb auk þess að hafa hlotið styrk til markaðssetningar frá markaðsráði sauðfjárafurða. Aðalinnihald varanna okkar eru hliðarafurðir sem falla til við dilkaslátrun til manneldis. Í dag notum við hjá Pure Natura hjörtu og lifur en í náinni framtíð munum við nýta enn fleiri hráefni þar sem unnið er að vöruþróun í fyrirtækinu. Hráefnið sem við höfum aðgang að er algerlega einstakt á heimsvísu, […]

Tækniþróunarsjóður styrkir þróunarverkefni Pure Natura

Pure Natura hefur í dag skrifað undir 20 milljóna króna samning um áframhaldandi þróun fæðuunninna bætiefna úr hliðarafurðum sauðfjárafurða. Styrkurinn, sem veittur er af Tækniþróunarsjóði, nær til tveggja ára og er markmiðið með honum að finna a.m.k. fjögur ný hráefni úr íslenskum lömbum sem nýta megi í fæðubótarframleiðslu og þróa úr þeim hágæða vörur í takt við þær vörur sem fyrirtækið framleiðir í dag. MATÍS er samstarfsaðili Pure Natura í […]

Góðgæti fyrir geðið

Við erum alltaf að tönglast á því að sú næring sem við neytum hafi áhrif á líkamlega heilsu og atgervi og langflestir eru orðnir meðvitaðir um það. Hvernig er með skap og andlega líðan … skiptir máli hvað við borðum m.t.t. þess? Já, fæðuval hefur áhrif á daglega líðan og það eru ákveðnar fæðutegundir þekktar af því að hafa áhrif þar á, sumar á jákvæðan hátt en aðrar til hins […]