Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Upprunaleg búfjárkyn-íslenska sauðkindin

Upprunaleg búfjárkyn

Búfjárkyn eru skilgreindir sem upprunaleg eða staðbundin þegar sérkenni þeirra eru bundin við loftslag, landfræðilegar, félagslegar og efnahagslegar aðstæður landsins, sem þeir hafa þróast í eða aðlagast með tímanum.
Helmingur búfjárkynja sem fundust í Evrópu í byrjun 20. aldar er nú útdauður og þriðjungur þeirra sem eftir er, eru í útrýmingarhættu á næstu tuttugu árum. Iðnvæðing og verksmiðjubúskapur eru helstu sökudólgarnir. Iðnaðarframleiðsla á kjöti, mjólk og eggjum byggir í raun á takmörkuðum fjölda mjög afkastamikilla búfjárkynja, sem henta til mikillar framleiðslu og afkasta með þauleldi.

Upprunalegu búfjárkynin eru mikilvæg vegna þess að þau hafa á löngum tíma aðlagast mismunandi loftslagi, umhverfi, erfiðum landfræðilegum aðstæðum og jaðarsvæðum óhentug öðrum kynjum. Þegar þessi kyn eru haldin á sjálfbæran hátt á sínum eðlilegu slóðum gefa þau af sér hágæða afurðir svo sem kjöt og mjólk til framleiðslu á ostum, kjötvörum og öðrum matvörum: arfleifð matarmenningar, þekkingar og hefða sem varðveitt hefur verið um aldir í smáum bændasamfélögum.

Sjálfbærni má mæla!

Eyða skepnur í slíkum búskap meira eða minna magni náttúruauðlinda en þær sem ræktaðar eru við þauleldi í verksmiðjubúum? INDACO2, útibú frá Háskólanum í Siena, hefur metið umhverfis-sjálfbærni búskaparaðferða í ákv. Slow Food matarsamfélögum. Allur líftími dýranna og framleiðni þeirra eru greind. Með því að reikna út fjölda kolefnisfótspora er hægt að bera saman áhrif mismunandi gerða búskapar á jarðveg, vatn og andrúmsloft. Niðurstöðurnar hafa sýnt að losun frá slíkum búum er yfirleitt lægri en hjá hefðbundnum og stórum býlum.

Einkum mældust áhrifin af fóðri og búskaparaðferðum búanna mjög lág. *

(* Texti er úr upplýsingabæklingi af Slow Food and Actionaid frá árinu 2015).

Íslenska kindin telst til upprunalegra búfjártegunda. Þetta gamla sauðfjárkyn hefur lifað á Íslandi í meira en 1100 ár, frá því að landnámsmenn fluttu það með sér við landnám eyjarinnar. Á Íslandi gengur fé enn þá laust á fjalli á sumrin og afurðir þess, svosem kjöt og ull bera þess merki. Óhætt að fullyrða að hvoru tveggja geti talist til þess besta sem hægt er að fá af slíkum vörum.

Pure Natura fæðubótarefni eru framleidd úr innmat íslenskra lamba sem alin eru við þessar kjöraðstæður til kjötframleiðslu.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0