Warning: Undefined array key "social_network" in /home/customer/www/purenatura.is/public_html/wp-content/themes/Divi/includes/builder/module/settings/migration/SocialMediaFollowNetworkTwitterToX.php on line 69
Pure Natura - Vallhumall – fyrir andlegt og líkamlegt jafnvægi

Líkt og túnfífill sem við notum einnig í blöndunum okkar, er Vallhumallinn (Achillea millefolium) algeng jurt á norðurhveli jarðar. Þar vex hann villtur í graslendi, í vegaköntum og annarsstaðar á vel framræstum svæðum.
Hann er vel þekktur og mikið notaður sem lækningajurt, bæði útvortis og innvortis. Hægt er að nýta alla plöntuna, þurrkaða eða ferska. Notkun hans í því skyni er rakin aftur til tíma Neanderdalsmanna í Írak, en þar fannst hann ásamt öðrum lækningajurtum í grafreit frá 60.000 fyrir Krist.
Eiginleikar sem hann er talinn búa yfir eru víðtækir og ná til flestra líffæra líkamans en sennilega er hann þekktastur sem sáraheilari.

Á síðari tímum hafa grasalæknar lagt áherslu á notkun hans sem tonik fyrir meltingarveg og fyrir kvenhormónakerfið.

Vallhumall er eins og áður sagði, þekktur fyrir ýmisa góða heilsufarslega eiginleika: Hann er talinn róandi, bólgueyðandi, góður /græðandi fyrir meltinguna og draga úr krampa. Hann hefur verið notaður með góðum árangri af fólki með svefnleysi, kvíða, vöðvakrampa, meltingartruflanir, niðurgang, höfuðverk, verki, hita og einkenni kvefs.
Vallhumall inniheldur rokgjarna olíu, beiskjuefni og Glýkósíð. Olían hefur mjög græðandi eiginleika.
Bæði blöðin og blómin af vallhumli eru nýtt til manneldis og innihalda mikið af næringarefnum. Þó óhætt sé talið að neyta Vallhumals inniheldur hann þó nokkur efni, sem vitað er að geta verið eitruð sé þeirra neytt í mjög miklu magni og því myndi maður ekki ráðeggja að borða hann eins og salat.
Vallhumallinn inniheldur nokkur efni sem hafa bólgueyðandi, sem og sýkla- og æxlishemjandi eiginleika auk þess að hafa andoxunareiginleika.

Við notum Vallhumal í blönduna okkar JAFNVÆGI til styrkingar fyrir allt kerfið og til að hjálpa við slökun og draga úr streitu.

Ofnæmi:
Vallhumall getur orsakað ofnæmi hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir jurtum af körfublómaætt.

Sérstakar varúðarráðstafanir:
Vallhumall gæti hægt á blóðstorknun, og gæti þ.a.l. aukið blæðingar á meðan og eftir uppskurð. Því er ráðlagt að hætta inntöku á vallhumli a.m.k. 2 vikum fyrir áætlaða aðgerð.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0