Vannæring kallast það þegar líkaminn fær ekki nægjanlegt magn næringarefna úr fæðinu sem neytt er til að geta starfað eins og hann á að gera. Næringarefni eru fita, kolvetni, prótein, vítamín og steinefni. Þessi efni gefa líkamanum orku, hjálpa honum að vaxa og stuðla að viðhaldi vefja. Þau spila einnig inní starfsemi hans, svo sem öndun og hjartslátt.

Eftir því sem aldur vestrænna þjóða hækkar veldur vannæring þessa sama hóps vaxandi áhyggjum. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að eldast heilbrigður því það eykur lífsgæði og minnkar heilbrigðiskostnað og því skiptir þetta máli fyrir bæði einstaklingana sjálfa og samfélagið.

Góð næring er mjög mikilvæg öllum eldri einstaklingum, en þó sérstaklega þeim sem eru veikir eða hafa verið greindir með króníska sjókdóma eða elliglöp. Skv. ráðleggingum um mataræði fyrir eldra fólk sem gefnar hafa verið út af Embætti landlæknis hafa þessir einstaklingar aukna próteinþörf, minni orkuþörf en sömu þörf fyrir vítamín og steinefni og aðrir fullorðnir einstaklingar. Skv. ráðleggingum embættisins ætti allt hrumt eða veikt eldra fólk að fá orku- og próteinþétt fæði, en það er fæði þar sem hver munnbiti af mat gefur ríflegt magn af orku, próteinum og öðrum næringarefnum.

Vannæring hjá eldri fullorðnum getur leitt til ýmissa heilsufarslegra vandamála og aukið komutíðni og viðveru þeirra hjá læknum, á spítölum og jafnvel bráðamóttökum. Þeir eiga erfiðara með að ná sé eftir skurðaðgerðir eða aðrar aðgerðir eins og fullorðnir sem eru vel nærðir.

Erfitt getur verið að greina vannæringu hjá öldruðum einstaklingi en einkennin eru mörg og mismunandi svo sem:

• Ósjálfrátt þyngdartap
• Þreyta og orkuleysi
• Þunglyndi
• Vandamál með minni
• Blóðleysi
• Lélegra ónæmiskerfis, – aukin hætta á sýkingum
• Léleg sáraheilun
• Vöðvaslappleiki og minnkun beinmassa, sem svo aftur eykur hættu á falli og beinbrotum

Ástæður vannæringar geta einnig verið margar t.d.veikindi sem minnka matarlist eða valda erfiðleikum með næringarupptöku, lyfjanotkun, þunglyndi, peningaleysi, líkamleg eða andleg vangeta til að nærast, alkóhólismi, þunglyndi, félagsleg einangrun ofl. Að auki getur vannæring leitt til frekara áhugaleysis á að borða eða skorts á matarlyst – sem gerir vandamálið enn verra.
Með því að greina og meðhöndla næringarvandamál snemma er vissulega hægt að bæta heilsu og sjálfstæði og auka lífsgæði og langlífi eldra fólks.

Við hjá Pure Natura viljum endilega benda fólki á að vörurnar okkar innihalda gríðarlega mikið magn góðra og auðnýtanlegra næringarefna á samanþjöppuðu formi. Þar sem um er að ræða nokkrar mismunandi tegundir henta þær misvel eftir því hverju er verið að sækjast eftir, en sem hrein næringaruppbót er varan með gula miðanum sú sem hentar í þessu tilfelli best. Hún inniheldur hreina frostþurrkaða malaða lambalifur í hylkjum, sannkallað ofurfæði. Í henni er að finna mikið magn allra B-vítamína þmt. B12, sem oft er skortur á hjá eldra fólki, heme járn, andoxunarefni, fitusýrur, prótein, stein- og snefilefni.

Pure Natura með gula miðanum er því hrein fæðuuppbót, einstaklega hentug fyrir þá sem ekki hafa mikla matarlist en einmitt vantar mikið magn næringarefna á samanþjöppuðu formi. Tveir belgir daglega gera gæfumuninn.

Sjá einnig önnur blogg:
https://purenatura.is/ofurfaeda/

https://purenatura.is/jarnskortur-naeringarefnid-sem-oftast-vantar-i-faedu-eldra-folks-kvenna-og-barna/ og https://purenatura.is/afhverju-innmatur/

https://purenatura.is/alvoru-naeringarsprengja-pure-nutrition/

https://purenatura.is/b12-og-mikilvaegi-thess-fyrir-heilsu-thina/

Heimildir:
1.

2.

3.

4.

Shopping cart0
There are no products in the cart!
Continue shopping
0